Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 70
Árið 1936 fann Price, að tannáta þekkist naumast hjá
frumbyggjum Ástralíu, ef þeir bjuggu út af fyrir sig, en
4,3% var skemmt af tönnum þeirra, sem að einhverju leyti
höfðu samband við hvíta menn og tekið höfðu upp lifn-
aðarháttu þeirra. Hjá þeim, sem höfðu náin mök við menn-
inguna, en þó einkum meðal þeirra, sem ríkið varð að hafa
á framfæri sínu, voru tannkvillar feikna tíðir eða rúmlega
70% skemmt af tönnum þeim, er rannsakaðar voru.
Hjá Maorikynþættinum á Nýja-Sjálandi var 1,7%
skemmt af tönnum þeirra, sem lifðu upp á gamla móðinn
og mest á sjófangi, en 55,3% var gallað og skemmt af
tönnum þeirra, sem var framfleytt af því opinbera.
Það eru fleiri læknar en Price, sem hafa svipaða sögu
að segja. Árið 1926 rannsakaði Marshall 54 af 140 íbúum
eyjanna Tristan da Cunha í Suður-Atlantshafi. Hjá 21
eyjaskeggja innan við tvítugt fundust aðeins 2 skemmdar
tennur, og mjög lítið var einnig um tannátu hjá eldra
fólkinu. Eyjarskeggjar lifðu á fiski, sjófuglaeggjum og
mjólk. Kartöflur voru aðalkolvetnin, en auk þess borðuðu
þeir dálítið af lauk, gulrófum, gulrótum, rauðrófum og
fleiri káltegundum, en ekki kvað mikið að því. Lítið var
um ávaxtamauk og ávaxtasultu, og aldrei var þar borðað
brauð. Aldrei neyttu þeir kaffis, sykurs né hveitis, en varla
hefur liðið á löngu unz einhver framtakssamur náungi tók
sig til og flutti þessar vörur til eyjanna.
Einhver nákvæmasta tannskoðun, sem gerð hefur verið
meðal frumstæðra þjóða, var framkvæmd árið 1944 af
vel menntuðum tannlækni, Schwartz að nafni. Masaiþjóð-
flokkurinn í Kenya í Austur-Afríku varð fyrir valinu.
Masaimenn búa margir saman í litlum leirkofum, og um-
lykur kofaþyrpingin allmikið svæði eða húsagarð, þar sem
þeir geyma nautgripi sína, sauði og geitur yfir blánóttina.
Oft þurfa þeir að flytja búferlum til þess að leita nýs hag-
lendis fyrir bústofninn, og reisa þeir sér þá nýja kofa.
68
Heilbrigt líf