Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 74
þjóðanna? Tannáta er nú sennilega útbreiddust allra kvilla,
því að sárafáir, sem komnir eru til vits og ára, hafa heilar
tennur. Tannátu gætir einkum í æsku, og skemmdir á tönn-
um hjá fólki innan við þrítugt eru oftast af völdum tann-
átu. Eftir þrítugt fara flestar tennur forgörðum vegna
sjúkdóma í umhverfi tannanna — tannholdið gefur sig frá
tönnunum, svo að tannhálsinn verður ber, gröftur safnast
fyrir, og tennurnar losna smám saman, en að þeim kvilla
skal hér ekki vikið nánar.
Um alllangt skeið hefur farið fram skólaskoðun á börn-
um í flestum menningarlöndum, og hefur þá tannátunni
verið sérstaklega gaumur gefinn. Ég skal ekki þreyta les-
endurna með allt of mörgum tölum, en aðeins taka nokkur
dæmi af handahófi.
Árið 1940 voru rannsökuð 6200 börn og unglingar í
Hagerstown í Marylandi í Bandaríkjunum. Af 6 ára börn-
um höfðu 15,9% eina eða fleiri skemmdar tennur. Tala
skemmdra tanna jókst með aldrinum, svo að af 18 ára
námsfólki voru aðeins 3,4 af hundraði laus við tannátu.
I bæ einum í sólarlandinu Californíu voru sama ár rann-
sakaðir 6300 nemendur í gagnfræða- og unglingaskólum.
Af 13 ára nemendum höfðu 91 af hundraði skemmdar
tennur, en af 18 ára flokknum höfðu aðeins 2,8 af hundr-
aði heilar tennur.
Oft er mikið um tannátu hjá smábörnum. Árið 1939
var athugaður í Oslo hópur af börnum á aldrinum 2*4—3
ára, og fundust að meðaltali 5,6 holur í hverjum munni.
1944, eftir nálega 4 ára styrjöld og skort, bar miklu minna
á tannskemmdum hjá börnum á sama reki, og mun vikið
að því síðar.
Árið 1916 er talið, að skoðun skólabarna hefjist hér á
landi, og má af þeim skýrslum, sem fyrir hendi eru, fá
nokkra hugmynd um tíðni tannátu og tannskemmda meðal
skólabarna, þó að upplýsingar séu víða glompóttar og víða
72
Heilbrigt líf