Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 76
nálega eins algeng í sígrænum sólarlöndum eins og á heim-
skautasvæðunum, ef önnur skilyrði eru fyrir hendi.
I Bandaríkjunum ber víða minna á tannátu meðal svert-
ingja og rauðskinna heldur en hvítra manna. Halda sumir,
að þetta sé arfgengt þjóðflokkseinkenni, en aðrar ástæður
koma líka til greina. Hafa bæði læknar og tannlæknar veitt
því athygli, að sumar fjölskyldur eru mjög illa farnar af
tannátu, en aðrar sleppa þolanlega, og það án þess að
verulegur munur virðist á mataræði þeirra og lifnaðar-
háttum. Stundum mun um arfgengi að ræða, en í öðrum
tilfellum mun mataræði hafa verið óheppilega valið hjá
þeim, sem urðu sérlega hart úti af tannskemmdum.
Ameríski vísindamaðurinn Mc. Collum, sem mikið hefur
athugað orsakir tannátu, komst að þeirri niðurstöðu, að
allir, sem það mál hafi rannsakað, séu þeirrar skoðunar,
að tannátan byrji utan frá, sýrur tæri glerung tannanna
og síðan tannbein. Síðan koma rotnunargerlarnir til skjal-
anna og leysa sundur eggjahvítuvef tannbeinsins. Ef út-
dregin tönn er lög'ö í kolvetnaríkt gerlaæti og þar ræktaðir
sýrugerlar, t. d. úr munni fólks meö tannátu, tærist gler-
ungurinn, þar sem hann er veilastur, alveg eins og viö
byrjandi tannátu. Það er líka margsannað mál, að þegar
tennurnar vaxa fram á börnum og unglingum, eru þær
ávallt lausar við tannátu. Tannátu verður því aldrei vai’t
í tönnum, meðan þær eru faldar í tanngarðinum og þaktar
slímhúð. Allir eru líka á einu máli um, að tannáta finnist
svo að segja aðeins hjá þeim dýrum og mönnum, sem að
einhverju leyti lifa á kolvetnum, enda eru kolvetnin frum-
skilyrði gerlanna til sýrumyndunar. Menn og dýr, sem
eingöngu nærast á fæðu úr dýraríkinu, sleppa hins vegar
við tannátu að mestu.
Tannáta byrjar helzt í dældum á tygginarflötum jaxl-
anna og á flötunum milli tannanna. Þar er mest hætta á,
að matarleifar, það er að segja kolvetni, safnist fyrir og
74
Heilbrigt líf