Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 77
sýrugerlarnir geti unnið starf sitt í næði. Það hefur líka
komið á daginn, að ótöluleg mergð sýrugerla finnst í munni
þeirra, sem hafa útbreidda tannátu. Hins vegar fækkar
gerlunum mjög, ef allar holur eru fylltar af tannlækni.
Glerungur tannanna er misjafnlega sterkur. Hjá sumum
er ef til vill arfgeng veila, og hjá öðrum hefur hann verið
af vanefnum gerður í bernsku. En þar sem veila eða feyrur
eru í glerungnum, er að sjálfsögðu auðveldast fyrir sýru-
gerla að vinna á honum og valda tannátu. Slíkar veilur
geta komið af skorti í æsku eða jafnvel hjá fóstrinu í
móðurkviði. Kemur þar einkum til greina skortur á A-
fjörvi, hörgull á C og D-fjörvi, kalki, fosfór eða öðrum
efnum, sem nauðsynleg eru til að byggja upp líkamann og
tennurnar. Hafa sumir tannlæknar haft orð á því, að mikið
bæri oft á tannskemmdum að vetrarlagi og snemma vors,
en minna sumar og haust. Ef til vill veldur sólskinið hér
nokkru um með áhrifum sínum á myndun D-fjörvis í
líkamanum, en fleira kemur einnig til greina. Hjá oss,
að minnsta kosti, vill fæði oft verða lélegra á útmánuðum
og snemma vors. Er líka sízt fyrir að synja, að til kunni
að vera óþekkt efni eða fjörvi, sem nauðsynleg séu fyrir
tennurnar. Dr. Price hefur fært allmiklar líkur fyirr því,
að í gróðursmjöri sé efni, sem dugi talsvert til varnar tann-
átu. Telur hann það frábrugðið bæði A og D-fjörvi, og
htið kvað vera um það í vetrarsmjöri.
Neyzla sykurs og sætinda virðist auka tannátu meira
en óuppleysanleg kolvetni, og er sennilegt, að sýrumynd-
unin sé gerlunum auðveldari úr sykrinum. Greint og athug-
ult alþýðufólk hefur líka fyrir löngu veitt þessu athygli
og talið, að tannátan væri fyrst og fremst að kenna auknu
sykuráti. Fyrir allmörgum árum valdi tannlæknirinn Bun-
ting hóp af börnum með sérlega góðar og gallalausar tenn-
ur. Hvert þessara barna fékk svo 3 ensk pund af sætindum
vikulega, og var ekki heldur langt að bíða þess, að tannáta
Heilbrigt líf
75