Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 80
og var því skipt um vatnsból og fluorsnautt vatn leitt til
bæjarins.
10 árum seinna voru athugaðir tannkvillar í Bauxite,
og kom þá á daginn, að börn og unglingar, sem notað höfðu
gamla vatnsbólið í æsku og fengið tanndíla, höfðu litla
tannátu 10—12 árum eftir að skipt var um vatnsból. Börn
þau, sem fædd voru eftir 1928, fengu hins vegar enga tann-
díla, en tennur flestra þeirra voru líka illa farnar af tann-
átu. Svipuð saga endurtók sig víða annars staðar, og varð
reyndin sú, að heppilegt var, að 1 milligram af fluor kæmi
á hvern lítra drykkjarvatns. Væri fluormagnið aðeins hálft
milligram í lítra, minnkuðu áhrifin til verndar tönnunum
verulega. Þar sem fluormagnið var meira en l1/^ mgr., bar
hins vegar allmikið á tanndílum, og gátu þeir ýmist valdið
lýtum eða skemmdum á tönnunum.
í tönnum og beinum manna og dýra finnst nokkuð af
fluor. Hins vegar er sáralítið um fluor í öllum algengum
matvælum, og hefur því líkaminn ekki úr miklu að moða,
ef drykkjarvatn er fluorsnautt með öllu. Fluorsölt hafa
tilhneigingu til þess að setjast í glerung tannanna. Ef
hæfilega mikið er af fluorsöltum, gera þau glerunginn
harðan, svo að sýrur vinna síður á honum. Sé hins vegar
óhóflega mikið um fluorsölt, koma dílar og hrúður á gler-
unginn. Lítur út fyrir, að fluor geti verkað á tennur utan
frá, og hefur fengizt nokkur árangur með því að pensla
tennur barna með fluorsöltum leystum upp í vatni. Aðal-
lega mun þó fluor berast til tannanna innan frá með blóð-
inu. Börnin í Bauxite höfðu óvenjulega heilar tennur 10
árum eftir að skipt var um vatnsból, þó að fáar fullorð-
instennur væru vaxnar fram, þegar þau hættu að drekka
fluorvatnið.
Þá benda nokkrar líkur til, að fluorsölt geti beinlínis
verkað á gerlana í munninum, lamað þá og dregið úr sýru-
myndun þeirra.
78
Heilbrigt líf