Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 82
móabörnunum ríflegan sykurskammt sem aukagetu, var
þess ekki langt að bíða, að tannátan kæmi í ljós. Þá má ekki
gleyma áhrifum harðmetis á tennur forfeðra vorra. Harð-
fiskur og hangikjöt krefst mikillar tyggingarstarfsemi.
Tygging harðmetis eykur blóðrás til tanna, sem eru að
vaxa, styrkir þær og stælir. Mælir margt með því, að
áreynsla sé tönnunum jafnnauðsynleg og öðrum líffærum,
til þess að ná eðlilegum þroska. Við tyggingu harðfisks er
þess líka að vænta, að matarleifar, sem setzt höfðu í tenn-
urnar, hreinsist úr þeim.
Áður gat ég þess, að dr. Price o. fl. teldu sig hafa fundið
nýtt efni eða fjörvi í gróðursmjöri. Efni þetta átti að
styrkja tennurnar og vera um leið nokkur vörn gegn tann-
átu. Ef eitthvað er til í þessu, mætti það hafa komið for-
feðrum vorum að liði. Smjörgerð var mikil í gamla daga,
og var einkum framleitt sumarsmjör, og flestir eða allir,
sem efni höfðu á því, borðuðu mikið af smjöri. Rannsóknir
dr. Price voru eingöngu gerðar á kúasmjöri, en meira mun
hafa verið um sauðasmjör hér á landi. Þetta breytir þó
engu, því að sauðasmjör mun sízt lakara en kúasmjör.
Ekki er líklegt, að svo mikið af fluorsöltum hafi verið
í neyzluvatni landsmanna, að áhrifa þeirra hafi gætt veru-
lega til þess að draga úr tannátu. Helzt hefði þess verið
að vænta á gossvæðunum. Danskur læknir, Roholm að
nafni, rannsakaði 35 sýnishorn af drykkj arvatni úr Vest-
ur-Skaftafells og Rangárvallasýslum, og var alls staðar
lítið um fluor og sums staðar vottaði ekki fyrir fluor-
söltum. Má óhætt gera ráð fyrir, að lítið sé um fluor í
lækjum, lindum og grunnum brunnum. Hins vegar hefur
fundizt sums staðar mikið af fluorsöltum í hveravatni, og
í hitaveituvatni Reykjavíkur mun vera nokkuð af fluor, eða
% úr milligrammi í lítra hverjum, en í Gvendarbrunna-
vatni finnst ekki fluor, svo að teljandi sé.
í venjulegum matvælum er næsta lítið um fluor. í æti-
80 Heilbrigt líf