Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 84
sínum að halda til þess að tyggja mat sinn. í öðru lagi
eru heilbrigðar barnatennur skilyrði þess, að kjálkarnir
þroskist eðlilega og fullorðins tennur vaxi ekki fram skæld-
ar og skakkar. Fari svo, að barnatennur skemmist mikið
og bólga komi í umhverfið, verð'ur tygging svo sár, að
börnin venjast á að gleypa matinn ótugginn, og getur sá
ósiður stundum haldizt ævilangt. Loks má ekki gleyma því,
að tannáta í smábörnum getur leitt af sér alls konar kröm
og kvöl, engu síður en hjá fullorðnum.
í amerískum skólapésa sá ég eitt sinn klausu, sem var .
eitthvað á þessa leið: „Munnurinn er„þarfasti þjónn þinn.
Með honum talar þú, borðar og kyssir. Útlit hans og heil-
brigði eru mikilsverð fyrir hvern einasta mann. Ef tennur
þínar skemmast eða þú missir þær, breytist rödd þín, þó
að úr því megi bæta með gervitönnum. Þú átt erfitt með
að tyggja mat þinn, og úr því er ekki hægt að bæta nema
að nokkru leyti með gervitönnum. Auk þess geta tann-
skemmdir valdið varanlegu heilsutjóni. Ef þú hefur
skemmdar og ljótar tennur, er ekki gaman að sjá þig brosa.
Tannskemmdir geta líka valdið andremmu, og þá er nú
ekki gaman að kyssa þig. Mundu, að fallegar tennur og
fallegt bros geta greitt götu þína í lífinu“. Svo voru myndir
af brosandi fólki, annars vegar með fagrar, gallalausar
tennur og hins vegar með dökkar og skörðóttar beyglur.
Hér skal ekki hirðing tanna og tannlæknaeftirlit skóla-
barna gert að umtalsefni, þó að það sé veigamikið atriði.
Ég ætla aðeins að drepa á nokkrar breytingar á mataræði
okkar, sem líklegar væru til að bæta að einhverju leyti
úr tannfárinu.
Vér erum orðnir svo „civiliseraðir", að ekki tjóar að
bjóða almenningi Eskimóafæðu, þó að hún myndi vænleg
til þess að draga mjög úr tannátu. Jafnvonlaust myndi
einnig reynast að fá alla alþýðu til þess að taka upp lifn-
aðarháttu forfeðra vorra og lifa eingöngu á mjólkurmat,
82
Heilbrigt líf