Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 90
ALFRED GÍSLASON,
laeknir:
OFDRYKKJA ER SJÚKDÓMUR
i.
VEIKIN.
Til eru menn, sem ekki vilja viðurkenna, að ofdrykkja
sé sjúkdómur. Þeir nefna hana sjálfskaparvíti, ræfilshátt
eða andlegan sóðaskap, en ekki minnist ég þess að hafa
fengið nánari skilgreiningu á þeim heitum. Sennilega eru
þau til orðin í hugum úrillra manna, og lýsa því betur
skapsmunum þeirra, sem nota þau, en sjálfri ofdrykkjunni.
Aðrir hafa bent á, að drykkjumenn séu andlega van-
heilir áður en þeir verða áfenginu að bráð og það séu ein-
mitt þau vanheilindi, sem geri þá varnarlausa fyrir freist-
ingum þess. Því megi ekki gefa áfenginu sökina, hún liggi
í eðli sjúklinganna sjálfra. Langflestir þeirra, sem áfengis
neyta, geri það án þess að falla fyrir ofurborð drykkju-
skaparins. 1 þessari kenningu er nokkur sannleikur fólg-
inn, en allur er hann þar ekki.
EITURVERKAN.
Sjúkdómsmynd ofdi-ykkjunnar er ofin úr fleiri þáttum
en einum. Sálarlegt og líkamlegt ásigkomulag manna er
einn þeirra, áfengið annað, og fleiri munu þar fléttast inn
í. Sjálft áfengið verkar raunverulega alltaf á sömu lund,
það er efniviðurinn, persónan, sem andæfir mismunandi.
Áfengi er deyfilyf, sem fyrst og fremst leggst á tauga-
88
Heilhrigt líf