Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 91
kerfið. Lamandi verkana þess gætir fyrst í heila, síðan
mænu og loks mænukólfi. Fyrst dofna þær heilastöðvar,
sem æðstu eigindir sálarlífsins eru við tengdar, sjálfs-
gagnrýni og dómgreind, en síðast lamast miðstöð öndun-
. arfæranna í mænukólfinum. Áfengi veldur fyrst ölæði, en
síðan svefni, sem getur endað í svefninum eilífa, — svo
hóflaust má drykkjuna þreyta. Hve stór hinn banvæni
skammtur er, fer eftir líkamsástandinu og sérstaklega
því, hve ört drukkið er. Dæmi eru til, að menn hafi látizt
úr bráðri áfengiseitrun eftir að hafa hvolft í sig úr einni
brennivínsflösku.
Að jafnaði nær líkaminn sér fljótlega eftir hverja ein-
staka ölvímu, en sé áfengis neytt til langframa eða títt
með stuttum millibilum, kemur að því, að líffærin fá ekkí
iengur rönd við reist. Vefir þeirra skaddast, og verður
taugakerfið alla jafna harðast úti, þótt önnur líffæri, eins
og magi, hjarta, lifur og nýru láti einnig á sjá með tíð
og tíma.
í ofdrykkjunni má snemma greina sálarlegar truflanir,
sem vara lengur en hver einstök ölvun og fara vaxandi
eftir því, sem á sjúkdóminn líður. Andlega orkan fer þverr-
andi, og þanþolið minnkar. Æðri áhugamál missast, sinnu-
leysi eykst, og sálarlífið allt verður flatneskjukenndara,
en skapbrestir færast í aukana. Að verulegu leyti verða
þessi einkenni til fyrir sköddun heilans af völdum áfeng-
isins. Áhrif þess á önnur líffæri koma oft síðar í ljós og
stundum seint. Meltingaróregla af ýmsu tagi, t. d. upp-
köst á morgnana, bera magabólgunni vitni. Hjartavöðvinn
lætur á sjá, og eru hjartsláttur og mæði tíð einkenni'
þeirrar truflunar. Loks geta frumur lifrar og nýnia smá-
eyðzt, og fer þá lífinu að verða hætta búin.
Af þessu má ljóst vera, að áfengið sem deyfilyf skerðir
mjög heilbrigði drykkjumannsins, einkum andlega heil-
brigði hans, og rýrir viðnámsþróttinn. Ofdrykkjan er
Heilbrigt líf
89’