Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 92
talin til tauga- og geðsjúkdóma vegna þess, að verst leikur
áfengið taugakerfið, þó að aðrir líkamshlutar fari ekki
varhluta af því. Enginn, hversu hraustur sem hann er,
kemst hjá heilsuspillandi verkunum áfengisins, ef hann
neytir þess í óhófi eða til langframa. Andlega heilbrigður
maður getur leiðzt út í ofdrykkju fyrir ytri atvik. Útsett
lífsstarf og samkvæmisvenjur hafa hrundið mörgum
hraustum dreng út á drykkjubrautina og þannig gert hann
að andlega biluðum vesaling.
STARFRÆN TRUFLUN.
•
Ofdrykkjan merkir bráð sína á fleiri vegu en nú var
lýst. Athugum ölvaðan mann. Hann er ævinlega miður sín
og oft illa á sig kominn. Þetta finnur hann sjálfur öðrum
þræði, þrátt fyrir sljóvgaða dómgreind. Sé hann með
drykkjufélögum, gætir þessarar tilfinningar lítt. Þeir hafa
jafna aðstöðu í þessu tilliti og mega ekki hver öðrum lá.
En ef hann er með ódrukknu fólki, finnur hann til að-
stöðumunar. Hann kann að vera hávær og grobbinn, en
undir niðri veit hann, að hann stendur höllum fæti vegna
ölvunar sinnar. Þetta vekur hjá honum vanmetakennd, og
sé hann ölvaður í tíma og ótíma og vanræki starf sitt og
heimili af þeim sökum, magnast hún að sama skapi. Þessi
minnimáttarkennd, sem ávallt er blönduð sektartilfinn-
ingu, er mjög rík hjá drykkjumanninum og á sinn stóra
hluta í sjúkdómsmyndinni. Hún raskar sálarlegu jafnvægi,
veikir andlegan þrótt og það jafnt fyrir því, þótt hún sé
bæld niður eftir beztu getu. Eiturefnið áfengi veldur ekki
þessari veiklun, heldur er hún óbein afleiðing af neyzlu
þess.
90
Heilbrigt lif