Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 93
FJÖREFNASKORTUR.
Á síðari árum hefur athygli lækna mjög beinzt að ástandi
drykkjumanna í fjörefnalegu tilliti. Það er algengt, að
menn, sem drekka dag cftir dag, neyta lítillar og einhliða
fæðu. Gangi slíkt lengi til, er hætta á, að líkamanum ber-
ist ekki nægilegt magn hinna ýmsu fjörefna. Ennfremur
er sennilegt, að nýting þessara efna verði léleg hjá áfengis-
sjúklingum, m. a. vegna meltingartruflana. Afleiðing hvors
tveggja verður fjörefnaskortur, sem segir til sín með
sjúklegum breytingum. Taugabólgur eru tíðar hjá drykkju-
mönnum og gefa sig til kynna með dofa, ertingi, verkjum
og lömunum, eftir því á hvaða stigi bólgan er. Telja margir
nú, að hér muni ekki áfengið eitt að verki, heldur komi
B-fjörefnaskortur mjög til greina sem orsök. Ef slík vönt-
un leikur taugar bols og útlima svo hart, má nærri geta,
að taugavefur heilans sleppur ekki skaðlaus, enda líta að
minnsta kosti sumir læknar svo á, að drykkjuæði (deliríum
tremens) sé aðallega afleiðing vöntunar á B-fjörefnum. í
öllu falli má reikna með því, að skortur þessara mikilvægu
efna eigi nokkurn þátt í líkamlegum og sálarlegum van-
heilindum þessara sjúklinga.
EFNIVIÐURINN.
I upphafi þessa máls var minnzt á þá skoðun, að of-
drykkjumenn yrðu þeir einir, sem fyrir fram væru eitt-
hvað sálarlega brenglaðir. Til þess að sú skoðun fái stað-
izt, þarf að gera hugtakið sálræn truflun mjög rúmt. Hver
er í rauninni sálarlega heill? Flest okkar ganga með smærri
eða stærri andlega vankanta og vanheilindi, er valda okkur
óþægindum og hafa áhrif á okkur til orðs og æðis í sjúk-
lega átt. Þó eru þessar veilur sjaldnast svo áberandi, að
þær almennt séu taldar sálsýki. Undantekning er þó, ef
Heilbrigt líf
91