Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 94
leita þai'f orsaka einhvers, er síðar kemur, eins og t. d.
drykkjuskapar.
Sannleikurinn er sá, að meðal áfengissjúklinga finnast
allar manngerðir. I hópi þeirra eru menn, sem blátt áfram
voru geðveikir, áður en þeir féllu fyrir Bakkusi. Þar eru
aðrir með áskapaðar geðveilur, — menn, sem eru van-
þroska í siðferðislegu tilliti. Agi og lög eru eitur í þeirra
beinum, og þeir verða alltaf utangarðs í skipulögðu þjóð-
félagi. Flestir drykkjumenn koma þó úr flokki þeirra, sem
nefna mætti viðkvæmar sálir. Þeir eru næmir fyrir öllum
áhrifum, taugaóstyrkir, þá skortir sjálfstraust, og erfið-
leikar buga þá fljótt. Þótt þessa menn vanti ekki greind
né glögga siðferðisvitund, eru þeir tilfinningalega séð sem
óharðnaðir unglingar, einnig eftir að aldurinn færist yfir
þá. Þeir eiga bágt með að þola mótlæti, eru ákaflyndir og
taka öllu geyst. Þeim er öðrum fremur vandratað meðal-
hófið. Loks eru mennirnir, sem á engan hátt eru áberandi
í heilsufarslegu tilliti, áður en þeir fóru að drekka. Máske
höfðu þeir einhverja andlega vankanta, líkt og svo margir
aðrir, sem aldrei verða drykkjumenn. Þessir menn leiðast
smám saman og óafvitandi út í ofdrykkju, oftast fyrir
drykkjuvenjur umhverfisins. Menn í sumum starfsgrein-
um eru í meiri hættu að þessu leyti en aðrir. Svo er t. d.
um veitingaþjóna, farandsala og ölgerðarmenn. í slíkum
stéttum er ofdrykkjan svo að segja atvinnusjúkdómur.
Áfengisneyzla hverrar þjóðar er ekki ávallt jafnmikil.
Stundum minnkar hún, en eykst á öðrum tímum. Oft vex
hún á umbrota- og ófriðartímum og einnig, er snögg um-
skipti verða frá fátækt til velmegunar. Þá vill sem sé oft
svo fara, að auraráðin aukast hraðar en siðmenningin.
En hvenær sem almenn áfengisneyzla eykst verulega, vex
einnig hröðum skrefum tala drykkjumannanna. Þetta sýnir
það berlega, að ytri aðstæður, almennar venjur og siðir,
hafa mikil áhrif á útbreiðslu ofdrykkjunnar.
92
Heilbrigt líf