Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 98
en sjúklingurinn drakk það, hafði uppsölulyfi verið dælt
inn í hann. Það veldur flökurleikanum og uppköstunum.
Eftir nokkur skipti fer hann að fá ógeð á áfenginu, lykt
þess og bragð valda honum ógleði. Þetta er nefnd óbeitar-
meðferð. Hún byggist á svonefndum skilorðsbundnum við-
brögðum, sem hér skal lýst með einu nærtæku dæmi.
Maður nokkur drakk ,,landa“, en sú áfengistegund hafði
býsna leiðan keiin. Hann þrælaði honum í sig og gerðist
drukkinn. Eftir á varð hann veikur, hafði ákafa uppsölu
um nóttina og leið yfirleitt illa þá og næsta dag. Eftir þetta
var landalyktin ein nægileg til þess að vekja óbeit hans
á drykknum. Viðbragðið í þessu tilfelli var ógleði, en skil-
yrði þess lyktin eða bragðið af „landanum".
Óbeitar-meðferðin þykir mörgum hafa gefizt vel, eink-
um í vægari tilfellum drykkjuskapar, en oft bregzt hún.
Áhrif hennar, óbeitin, smádvína, og eftir fleiri eða færri
mánuði getur maðurinn notið áfengis á ný. Er líkt um
þetta og áhrif dáleiðslunnar, — þau eru sjaldnast nægi-
lega varanleg.
ANTABUS.
Að lokum skal minnzt á nýjasta lyfið, antabus. Verk-
anir þess í sambandi við áfengi urðu fyrst kunnar í Dan-
mörku fyrir fáum árum, en lækningatilraunir með það
hófust ekki fyrr en í desember 1947, svo að reynslan er
enn harla lítil.
Sé manni gefið þetta lyf og hann síðan látinn drekka
áfengi, koma brátt í ljós sjúkleg einkenni, sem ekki birt-
ast, ef aðeins annars hvors er neytt. Maðurinn verður eld-
rauður í andliti, á hálsi og niður á brjóst. Hjartaslögin
verða óeðlilega tíð, 120—140 á mínútu. Þessu fylgir megn
vanlíðan, þyngsli fyrir brjósti, herpingur í hálsi og ákafuk
höfuðverkur. Nokkru síðar fer að bera á ógleði, og um leið
96
Heilbrigt líf