Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 99
og uppköst byrja, hverfur roðinn og andlitið verður fölt.
Öll þessi einkenni eru því sterkari sem meira er drukkið,
og gefast flestir upp við drykkjuna fljótlega. Þessi óþægi-
legu áhrif vara í 2—4 klukkustundir, en oft helzt almenn
vanlíðan lengur.
Þessi einkenni eru skýrð á þann veg, að brennsla áfengis-
ins í líkamanum truflist við nærveru antabus-lyfsins.
Örlög áfengisins eru þau, að það klofnar niður stig af stigi
í einfaldari efnasambönd og verður loks að kolsýru og
vatni. Á vissu stigi seinkar antabus þessum breytingum og
óeðlilega mikið af millistigsefninu „acetaldehyd" hring-
sólar í blóðinu, en það er þetta efni, sem áður nefndum
óþægindum veldur. Nákvæmlega sömu einkenni má fá fram
með því að dæla „acetaldehyd" inn í blóðið, þó að hvorki
sé þar fyrir áfengi né antabus.
Meðferðin er nú í því fólgin, að drykkjumaðurinn neytir
lyfsins daglega. Freistist hann til að drekka áfengi, verður
hann strax veikur og verður að hætta. Mun hann sjaldn-
ast endurtaka þá tilraun oft, á meðan hann veit af lyfinu
í sér. Hann er þannig útilokaður frá áfengisneyzlu, líkt
og væri hann á drykkjumannahæli, en frelsisskerðingin er
engin. Hann getur stundað starf sitt, dvalið á heimili sínu
og leitað sér hollra skemmtana. Aðeins verður hann að
gæta þess að taka lyfið svo til daglega í langan tíma, lík-
lega í 1—2 ár, og byrja strax aftur, ef þá ber út af.
Enn hefur ekki tekizt að benda á skaðlegar verkanir
þessa lyfs. Að vísu virðist það geta valdið sleni og syfju
fyrstu vikurnar, sem það er notað, en þau óþægindi hverfa
aftur.
Hér á landi hefur antabus verið notað í vaxandi mæli í
hálft ár, og virðist árangur góður, eftir því sem mai'ka
má. Einn ágalli er þó áberandi, og hann er sá, að margir
sjúklinganna þreytast á að taka lyfið daglega. Þeir fara
að vanrækja það, og um leið er þeim voðinn vís. Ástæðan
Heilbrigt llf — 7
97