Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 101
Dr. med. HALLDÓR HANSEN,
yfirlæknir: i.
KRABBAMEIN I MAGA
Menn greinir á um það, hvort æskilegt sé að ræða eða
rita um læknisfræðileg efni við almenning. Ýmsir telja
hættu á því, að slíkur málflutningur verði misskilinn. Fari
fyrir ofan garð og neðan hjá sumum, valdi óþarfa ótta hjá
oðrum og jafnvel, í einstaka tilfelli, taugaveiklun.
Ekki verður því neitað, að slíkt geti átt sér stað, og svo
mikið er víst, að óttinn við það að vekja óþarfa hræðslu
hjá fólki dregur mjög úr læknum að fræða almenning um
sjúkdóma. En þá er að líta á hitt, hvort unnt sé að gera
meira gagn en ógagn með slíkri fræðslu.
Óttinn við dauðann er öllum áskapaður, og er hann að
líkindum undirrót alls ótta. Menn óttast veikindi og hættur
og gera sér fár um að forðast allt, sem leitt getur til
dauða. Að þessu leyti er óttinn oft gagnlegur og lífinu
hagstæðari en ofdirfska eða andvaraleysi. En ástæðulaus
ótti er mjög skaðlegt og neikvætt sálarástand, sem veldur
ef til vill meira böli í heiminum en nokkuð annað. Reynslan
er því miður sú, að menn hræðast oft mest það, sem sízt
skyldi, en fljóta sofandi að feigðarósi, þegar mesta hættan
er á ferðum, og á þetta sér ekki sízt stað, þegar um sjúka
menn er að ræða.
Hitt er svo annað mál, hvenær ástæða er til þess að ótt-
ast og hvenær ekki.
Dómgreind fólks á því, hvenær leita skuli læknis og
hvenær ekki, virðist almennt mjög ábótavant. Taka má til
Heilbrigt líf
99