Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 103
sé ekkert slæmt eða hættulegt, því að þeir hafi ekki haft
neina verki. Það er þessi misskilningur, sem kostað hefur
margan manninn lífið að óþörfu og læknana langar til
að uppræta, ef hægt er. Sumum sjúklingum dettur að vísu
krabbamein í hug, en telja sér í lengstu lög trú um, að svo
sé ekki, og draga því á langinn að fá úr því skorið. Aðrir
halda, að ekki geti verið um neina frambúðarlækningu að
ræða, ef þeir hafi krabbamein, og láta því slag standa af
þeirri ástæðu. Hér er enn um hættulegan misskilning að
ræða, eins og síðar mun vikið að nánar.
ALMENNAR HUGLEIÐINGAR UM KRABBAMEIN.
Hvaö er krabbamein? Krabbamein er svokallað illkynja
æxli. Ákveðnar frumur iíkamans taka að skipta sér (vaxa)
á óreglubundinn, sjúklegan hátt. Þær hrúgast upp og
mynda herzli eða æxli.
Sérkenni þess miðað við góðkynja æxli eru helzt þau,
að frumur þessar skipta sér sí og æ, taumlaust, og vaxa
inn í óskylda nærliggjandi vefi. Þegar sjúkdómurinn kemst
á hærra stig, þrengja frumurnar sér inn í sogæðarnar og
berast í eitlana í kring eða þær eta sig inn í æðar og kom-
ast inn í blóðrásina og geta á þann hátt borizt í hvaða líf-
færi sem vera skal, mynda útsæði (metastasis).
Hverjar eru nú þessar sérstöku frumur líkamans, sem
krabbameinið myndast eingöngu af? Fósturfræðin gefur
okkur gleggsta skýringu á því. Á frumstigi fóstursins
sést, að greina má í því þrjú lög, sem nefnd eru: útlag
(ectoderm), innlag (entoderm), og miMag (mesoderm).
Úr útlaginu myndast síðar yzta lag húðarinnar, innsta
klæðning húðkirtlanna, brjóstkirtlanna og munnvatns-
kirtlanna, og loks allt taugakerfið o. fl.
Úr innlaginu myndast á tilsvarandi hátt innsta lag slím-
húðar meltingarfæranna og innsta klæðning meltingar-
Heilbrigt lif
101