Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 104
kirtlanna, þar með talin lifrin og þvottabrisið, innsta lag
slímhúðar öndunarfæranna, þvagblöðrunnar, o. fl.
Úr miðlaginu myndast svo allir aðrir vefir og líffæri
líkamans, svo sem vöðvar, bein, bandvefur, fituvefur, æð-
ar, blóð o. s. frv.
Nú er það svo, að krabbamein á aldrei upptök sín í
vefjum, sem myndast úr miölagi fóstursins, en aðeins af
vefjum, sem myndaðir eru úr útlagi eöa innlagi þess og
þá fyrst og fremst af þekjufrumum húðar og slímhúðar
og tilsvarandi kirtla.
Krabbameinið er mjög misjafnlega illkynjað, og fer
það eftir því, hversu hraðvaxandi það er og gjarnt á að
sá sér út. Venjulegast er það því góðkynjaSra, því eldri
sem sjúklingurinn er, og öfugt.
ORSAKIR KRABBAMEINS.
Um hinar eiginlegu orsakir krabbameins vita menn ekk-
ert með vissu. Hitt er vitað, að það virðist aldrei myndast
af fullkomlega heilbrigðum frumum, og að langvarandi
bólgur eða langvarandi erting og hrörnun frumna, svo sem
á sér stað í ellinni, greiðir mjög götu þess.
Krabbameinið er sennilega jafngamalt mannkyninu.
Getið er um það og lækningu á því í fornum ritum frá því
um 1500 árum fyrir Krists burð, svo að naumast er hægt
að kalla það menningarsjúkdóm í nútímamerkingu.
Ýmis dýr, frá spendýrum niður í fiska, fá krabbamein.
Enginn kynflokkur er undanþeginn því, og engir lifn-
aðarhættir eru þekktir, er forðað gætu mönnum frá því.
Arfgengi þess (eða tilhneigingin til þess) í vissum ættum
virðist ótvíræð, en ekki er það almenn regla.
Ýmsir telja, að líkaminn ráði yfir varnarkröftum gegn
því, að það jafnvel læknist stundum sjálfkrafa, en þær
102
Heilbrigt líf