Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 106
og góðkynja þekjufrumuæxli o. þ. u. 1., en allt slíkt virðist
ótvírætt örvun til krabbameinsmyndunar, og er þetta ef
til vill ein meginorsök þess, hversu krabbamein eru tíð
einmitt í þessu líffæri.
I samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, halda
ýmsir því fram, að magakrabbi sé öllu tíðari meðal ríkra
og efnalega vel stæðra borgara en meðal láglaunastéttanna
og tíðari í kjötætum en jurtaætum, en engin föst regla
virðist þó vera um þetta.
EINKENNI BYRJANDI KRABBAMEINS í MAGA.
Byrjunareinkenni á krabbameini í maganum geta verið
mjög mismunandi og lítt sérkennileg. Má skipta þeim í
tvo flokka:
1) Almenn einkenni og
2) Einkenni frá maga eða meltingarfærum.
Almenn einkenni eru oft ennþá þýðingarmeiri sem
hættumerki eða aðvörunartákn en sjálf meltingartruflun-
in, þegar um fólk á krabbameinsaldrinum er að ræða.
Stundum eru þau líka einu einkennin, sem vakið geta grun
um, að allt sé ekki með felldu, og á þeim ber oft ótrúlega
snemma í sjúkdómnum. Helztu almenn einlcenni eru þessi:
Sjúklingarnir finna til óvenjulegrar þreytu eða slappleika,
matarlystin dvínar, einkum fá þeir oft ólyst á kjöti, fiski
og sætindum. Þeir megrast og fá gulfölleitan blæ eða
veiklulegt útlit. Stöku sinnum fá þessir sjúklingar hita-
vott, einhvers konar hörundskvilla, truflanir frá tauga-
kerfi o. þ. u. 1.
En það skal þegar tekið fram, að ekki koma þessi al-
mennu einkenni við byrjandi krabbamein ævinlega í Ijós.
Sjúklingarnir geta meira að segja haft beztu matarlyst,
jafnvel fitnað og blóð og útlit haldizt gott.
Einkenni frá maganum eru mjög mismunandi, og fer
104 Heilbrigt líf