Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 110
Ef aðgerðin fer fram áður en meinsemdin hefur að ráði
borizt út fyrir magann, er oftast góðs árangurs að vænta.
Sjúklingarnir fá lífi sínu framlengt um mörg ár og deyja
að lokum, ef til vill, úr allt öðrum sjúkdómi.
Þegar þess er gætt, að hér er yfirleitt um roskið fólk
að ræða, er mikils um vert að geta lengt líf þess, þótt ekki
sé nema um nokkur ár. En reynslan sýnir, að sumir þessir
sjúklingar lifa í 10—20 allt upp í 30 ár eftir aðgerðina,
og tala ég hér af eigin reynslu.
Ég þekki marga sjúklinga, sem íslenzkir læknar hafa
skorið við krabbameini í maga, sem lifað hafa þetta lengi
eftir aðgerðina.
Hitt er svo annað mál, að sorglega margir — já, lang-
flestir -— leita sér svo seint lækninga við þessum sjúk-
dómi, að horfurnar á því, að svo glæsilegur árangur náist,
eru gengnar þeim úr greipum.
ÁLYKTUNARORÐ.
Allt fólk á krabbameinsaldri, ég endurtek á krabbameins-
aldri, og skyldulið þess fyrir þeirra hönd, vei-ður sífellt að
vera á verði gagnvart þessum skæða og lymskulega sjúk-
dómi.
Engin ástæða er til að örvænta um varanlega lækningn,
ef hennar er leitað í tíma. Nákvæm rannsókn, að gefnu
tilefni, getur losað fólk við óþarfa ótta eða leitt í Ijós allt
annan sjúkdóm en krabbamein, sem engu síður þarf þó að
uppgötva og lækna í tíma.
Menn þurfa í rauninni ekkert að óttast -— nema eitt —
andvaraleysið!
Grein þessi var upphaílega flutt sem útvarpserindi á vegum
Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Birtist hér endurskoðuð og lítið
eitt breytt. Ritstj.
108
Heilbrigt líf