Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 114
lega að lækna, þrátt fyrir hinar svo kölluðu sýkladeyðandi
aðferðir, sem til skamms tíma hafa verið einu úrræðin.
En nú er fundin ný aðferð, sem er fólgin í því, að hið
sjúka eyra er fyllt af zink-upplausn, en síðan er veikum
rafmagnsstraum hleypt í gegnum eyrað. Við þetta mynd-
ast rafmagnaðar zinkeindir, sem komast inn í vefina, þar
sem hin venjulegu sýkladeyðandi efni ná ekki til, og ráða
þar niðurlögum sýklanna.
5. ViSkvæm börn.
Hér er um að ræða börn, sem mjög eru viðkvæm fyrir
hvers konar utanaðkomandi breyttum aðstæðum, sjúk-
dómum o. fl.
Vert er að hafa í huga, að nú er við lengingu skólaskyld-
unnar ætlazt til þess, að unglingarnir sitji á skólabekk yfir
gelgjuskeiðið, eða á þeim árum, sem kynferðisbreyting-
arnar eiga sér stað. Þá eru margir unglingar, sérstaklega
stúlkur, mjög viðkvæmar og þola illa skólasetuna, og þurfa
því sérstakrar aðgæzlu við. Börn með liðagigt og hjarta-
sjúkdóma heyra hér undir og sömuleiðis kirtlaveik börn.
6. Bæhluð böm.
Algengustu orsakirnar munu hér fram að skólaaldri vera
meðfædd veiklun, mænusótt og útlimaberklar. Mér sýnist
beinkröm eiga hverfandi þátt í bæklun barna hér á landi,
sjálfsagt vegna almennra lýsisgjafa.
7. Sylcursjúk börn.
Þau koma tæplega til álita hér á landi, en meðal stór-
þjóða er hér um allstóran hóp að ræða, sem ráðstafa þarf
á sérstakan hátt.
8. Málhölt börn.
9. Flogaveik böm.
10. Daufgerð böm.
Það eru börn með áunna námstregðu, ef svo mætti segja,
og liggja til þess ýmsar orsakir, svo sem stam, feimni,
erfiðar heimilisástæður, vaneldi, o. s. frv. Þessi börn eiga
112
Heilbrígt líf