Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 120
færi, og oft ekki á nokkurs eins manns færi, þótt lærdóm
hafi mikinn og reynslu til að bera.
Hér þarf samstarf fleiri aðilja, og er því bezt komið
fyrir á sérstakri rannsóknastöð. Þess ber að gæta, að af-
brotaunglingarnir eru minnstur hluti vandræðabarnanna
og erfiðu barnanna, en á þeim ber mest af eðlilegum ástæð-
um, þar sem þeir komast fyrr eða síðar í tæri við lög-
regluna. Hér á eftir verður rætt um fyrii’komulag á sál-
fræðilegri rannsóknarstöð, og mun þá nánar getið nokk-
urra kvilla, sem raktir eru til sálrænna orsaka hjá börn-
um. Slíkar stöðvar eru kallaðar leiðbeiningastöðvar.
VI. Leiöbeiningas töðva/r.
Venjulegustu tilfellin, sem koma til kasta leiðbein-
ingastöðva, eru námstregða í skóla, hyskni eða leti við
skólanám, geðvonzka með óhlýðni, móðursýki, reiðiköst,
hræðsluköst, svefnganga, langar fjarvistir frá heimili,
lygar, hvinnska og stundum kynferðiserfiðleikar.
Helztu orsakir til meiri háttar truflana á hegðun og
háttum barna verða raktar hér á eftir, en það er eitt helzta
viðfangsefni stöðvarinnar að kryfja slíkt til mergjar:
Erfóir. Þar er um að ræða að leita að kvillum í fjöl-
skyldunni, sem skýrt gætu þau einkenni, sem finnast með
börnunum.
Heimilið. Heimilisástæðurnar geta verkað margvíslega
á börnin, en þó aðallega á tvennan hátt, óbeint eða bein-
línis; beint, þegar sambúð foreldra er slæm, þar sem lest-
irnir sitja í hásæti og hvers konar óregla ríkir; óbeint,
þegar börnum er spillt af of miklu eftirlæti foreldra eða
á hinn bóginn af eilífum snuprum. Missir foreldris eða
langdvalir foreldris frá heimili, nýtt fósturforeldri o. s.
frv. hefur margvísleg áhrif á heimilið, sem börn geta átt
erfitt með að fella sig við, afrækja þau þá heimilið. í
118
Heilbrigt lif