Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 123
að jafnskjótt og hið erfiðasta vandræðabarn er tekið af'
heimilinu, er það gjörbreytt til hins betra.
Leiðbeiningastöðvarnar eru venjulega reknar á vegum
fræðslumálastjórnanna og tilheyra þá eða eru hluti af'
skólalækningunum.
Stöðvar þessar eiga sér eigi mjög langa sögu, því að
þær voru fyrst starfræktar í Bandaríkjunum 1928, voru
stofnsettar í Englandi, í Birmingham, 1932, en síðan hafa
þær mjög rutt sér til rúms og hið merka starf þeirra hlotið
meiri og meiri viðurkenningu í öllum menningarlöndum.
Starf stöðvanna gefur oft árangur þegar í stað, en f
mörgum tilfellum sést árangur aldrei beinlínis, en eðli-
legur þroski barnsins er tryggður og vegurinn varðaður
til eðlilegs lífs fyrir börn, sem hefðu máske annars orðið
vandræðamenn, afbrota eða glæpamenn, í einu orði sagt
byrði á samborgurum sínum, í stað þess að verða ábyrgir
þjóðfélagsþegnar.
B. VANGEFIN BÖRN.
Vangefin börn eru venjulega flokkuð í 4 flokka:
1. Örvitar.
2. Fávitar.
3. Andlega daufger'Ó börn.
4. Siðferóilega veiklu'ö.
Til hjálpar við aðgreiningu þessara flokka eru nú oft
notuð hin svo kölluöu greindarpróf. Ég ætla ekki hér að
gera greindarprófin að umræðuefni. Það er frekar í verka-
hring uppeldisfræðinga og skólamanna en lækna. En ég
vil aðeins geta þess, að til skamms tíma hafa greindar-
prófin verið tortryggð mjög, þótt þau hafi nú verið í
notkun í rúm 40 ár. Þau voru fundin upp af frönskum
sálfræðing 1908.
Það var eðlilegt, að greindarprófin gæfu eigi góða raun
Heilbrigt lif
121