Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 125
greindarprófin, að draga skýra línu milli örvita þeirra,
sem hæst standa í örvitahópnum, og fávita þeirra, sem
lægst standa í fávitahópnum.
Meðferð: Hælisvist alla ævi.
II. Fávitar.
Þessi börn standa ofar örvitunum, en eru svo andlegá
vanþroska, að þau geta ekki lært að sjá um sig sjálf og
verða aldrei fyllilega sjálfbjarga einstaklingar. V
Greindarvísitala er 25 til 50%.
Þessi börn geta ekki lært á bók að neinu gagni, en eru
oft prýðilega handlagin, og þeir fávitar eru vart til, enda
sé ekki um að ræða örvita, sem ekki geta lært eitthvert ein-
falt starf, og fávitar geta unað glaðir daginn út og daginn
inn við störf, sem eru svo einföld, að þau mundu gera
hvern meðalgreindan mann örvinglaðan á skömmum tíma.
Fávitar geta lært vissa leikfimi með hjálp hljóðfæra-
sláttar, því að þeir hafa gott eyra fyrir hljómfalli, þó að
þeir séu ekki söngnir.
Fávitar eru auðvitað mjög mislyndir, sumir gæfir, aðrir
stirðlyndir, en allir eiga þeir sammerkt í því að vera hrein-
asti húskross á heimilum, hamingjusnauðir vesalingar,
sem hafa athafnaþrá eins og önnur börn og það jafnvel
oft í mjög ríkum mæli — en þurfa miklu meira og nákvæm-
ara eftirlit en heilbrigð börn. Þeir þurfa raunar eftirlit
og leiðbeiningar, sem ekki er á færi nokkurs heimilis að
láta í té. Inn í þetta blandast svo oft ofurást og umhyggja
móðurinnar fyrir aumingjanum, sem ekki er svarað á
venjulegan hátt, en það eykur því meir á áhyggjur móður-
innar.
Heilbrigðu börnin hafa aumingjann að háði og spotti, og
eykur þar mjög á stirfni hans. Niðurstaðan verður því
niðurbrotið heimilislíf. Auminginn verður meiri og meiri
Heilbrigt líf
123