Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 130
■eru notaðir til þess að kenna einfaldasta reikning og und-
irstöðuatriði lestrar og skriftar, sem einstaka geta tileink-
að sér að litlu leyti. Fávitarnir eru sóttir heim á heimilin
kl. 8 til 9 á morgnana og skilað aftur kl. 4 á daginn og
hafa þá vinnu sína heim með sér og koma aftur með hana
:að morgni.
Áhuginn og iðnin í starfi eru ótrúleg, þegar komið er yfir
byr junarörðugleika.
Eins og áður er getið, þarf ekki margbrotin áhöld til
þ)essara starfa, né stórbrotin húsakynni. Ég hef í Lund-
únum séð eina slíka stofnun starfrækta í félagsheimili
verkalýðsfélags þar í hverfinu. Þar voru fávitarnir á virk-
um dögum við vinnu sína, en á helgum og kvöldum var
stofnunin notuð fyrir félagsstörf, fundi, dansleiki o. s. frv.
og virtist þetta vel geta farið saman.
Forstöðukona heimilisins þarf að vera hjúkrunarkona
:með nokkra sérmenntun í sálarfræði og vinnulækningum.
Fávitahæli. Fyrir dreifbýlið og kaupstaðina úti á landi
koma uppeldis- og kennsluaðferðir, sem að framan hefur
verið drepið á, ekki að haldi vegna fámennis, og kemur
þar raunar ekki annað til greina en fullkomið dvalarheim-
ili, sem tekið getur við fávitunum ungum sem gömlum og
veitt þeim vernd, hjúkrun og andlegt og líkamlegt uppeldi.
Hér er ekki tóm til að lýsa nákvæmlega slíkri stofnun,
en nauðsynlegt er að drepa á aðalatriðin.
Fávitahæli þarf að vera staðsett í frekar þéttbýlu sveita-
héraði, því að alltaf verður jarðræktin heppilegasta at-
vinnugreinin. Mjög æskilegt er, að fávitahælið sé staðsett
á jarðhitasvæði, vegna gróðurhúsaræktar og fleira, með
góðum samgöngum við fjölmennan kaupstað.
Hælið má byggja upp í áföngum, eins og gert var við
vinnuhæli berklasjúklinga, en það má líka byrja með gömul
húsakynni og færa út kvíarnar eftir efnum og ástæðum.
Það kynni að vera álitamál, fyrir hvaða flokk fávita ætti
128
Heilbrigt lif