Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 131
fyrst að byggja. Fljótt á litið mætti virðast rétt að byggja
fyrst fyrir örvitana, en ef betur er að gáð, mun hitt þó
vera sönnu nær, að rétt sé að byrja með þá, sem geta tekið
kennslu og þjálfun í vinnuaðferðum.
Sjálfsagt er við útvegun á landi og húsum og annað
skipulag að gera ráð fyrir, að heimilið gæti fullbúið tekið
400 til 500 vistmenn. Slíkt heimili þyrfti einn lækni og
fáar hjúkrunarkonur. Aðalstarfsfólkið, utan að, yrði
handavinnukennarar, sem þyrftu að hafa nokkra þekk-
ingu á sálarfræði, allt annað starfsfólk gæti heimilið lagt
til sjálft, og smám saman ætti það að geta orðið sjálfbjarga
um flest, sem lyti að rekstri þess, sérstaklega til að afla
landbúnaðarafurða, allt viðhald utanhúss og innan, fatnað
nema efni o. s. frv., og auk þess ættu heimilin að geta
haft töluvert upp úr sölu handavinnu. Það er meira að
segja vafalítið, að þegar fram í sækti og ákveðinn hópur
þjálfaðra fávita væri fyrir hendi, þá gæti heimilið lagt
til starfskrafta við stækkun heimilisins undir yfirstjórn
smiða.
Aðalstarfsemin væri jarðræktarstörf og kúabúskapur,
auk margs konar handavinnu, svo sem teppahnýtingar, tó-
vinnu, saumaskapar, þvotta, skósmíða, leikfangagerðar
o. s. frv.
Vistmenn, sem hefðu náð góðum árangri við þjálfunina,
væri hægt að lána út, undir eftirliti hælisins, til ýmissa fá-
brotinna starfa, í lengri eða skemmri tíma í senn. Hér
gæti verið um að ræða að lána út starfsmenn til sveita-
starfa í nágrenninu og eins til innanhússtarfa í nærliggj-
andi kaupstöðum.
III. Andlega daufgerð börn.
Það eru börn, sem eru svo andlega vanþroska, þó að
þau séu ekki fávitar, að þau geta ekki haft nægilegt gagn
Heilbrigt líf — 9
129