Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 132
af venjulegri skólavist, og þegar þau vaxa upp, þurfa þau
sérstakt eftirlit, bæði vegna þeirra sjálfra og eins vegna
annarra.
Greinclarvísitala er frá 50—85%.
Þessi börn eru venjulega eitt til tvö í hverjum bekk skól-
anna, að minnsta kosti þar sem ég þekki til, en þurfa
raunar að vera sér í bekk, þar sem hægt væri að haga
námsefni og námsaðferð eftir aðstæðum.
Annars er þessi hópur barna sérstakt viðfangsefni upp-
eldisfræðinga og skólamanna, og verður því eigi meira
rætt um hann hér.
IV. Siðferðilega veil börn.
Hér er um að ræða persónur, þar sem fávitahátturinn
er bundinn svo lastafullri og þrjóskufullri skapgerð, að
vakandi eftirlit er nauðsynlegt alla ævi. Stundum kann
fávitahátturinn að vera svo lítið áberandi, að hann veki
naumast athygli, og geta þá þessir stórhættulegu eigin-
leikar fengið að þróast, unz þeir síðarmeir brjótast út á
fullorðinsárum, t. d. undir áhrifum víns o. s. frv. Hér er
meðferð mjög erfið og oft ómöguleg, en þó kann refsinga
og verðlaunaaðferðin að koma að nokkru haldi hér, þ. e.
að refsa stranglega fyrir óknyttina, en launa að sama skapi
það, sem vel er gert.
Sem betur fer er hópur þessi mjög fámennur, en þó
skýtur einn og einn slíkur einstaklingur upp kollinum á
nokkurra ára fresti hér í okkar fámenna þjóðfélagi.
EFTIRMÁLI.
Hér að framan hefur verið gefin sem heillegust mynd
af vandræðabörnum og vangefnum börnum, og til þess
að skýra afstöðuna, hefur verið lauslega drepið á ýmsa
130
Heilbrigt líf