Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 133
aðra kvilla, sem gera börnum örðugra fyrir á þroska-
brautinni.
Vandræðabörnin eru í sjálfu sér ekki svo mjög mikið
vandamál, þar eru heimilin, foreldrarnir, oftast erfiðasta
viðfangsefnið, og má að sumu leyti kenna það umróti í
þjóðfélaginu nú á síðustu tímum, sem væntanlega lagast
með aukinni bæjarmenningu.
Uppeldisaðferðir þær, sem prédikaðar voru fyrir fólki
af uppeldisfræðingum upp úr fyrri heimsstyrjöldinni, eiga
hér og mikla sök. Nú virðast uppeldisfræðingar vera búnir
að átta sig á því, að barnið er upphaflega eigingjörn til-
finningavera, en ekki skynsemisvera, sem aðallega lætur
stjórnast af eðlishvötum, sem þarf að temja í tíma, og
það er ekki alltaf sársaukalaust. Það veltur á þessu upp-
eldi, hvernig barninu síðar meir tekst að samlaga sig sam-
borgurum sínum, og hvernig því tekst að beygja sig undir
þær hömlur, sem siðmenntað þjóðfélag óhjákvæmilega þarf
að leggja á borgarana, þar sem lifað er í þéttbýli.
Vangefnu börnin eru miklu meira vandamál í sjálfu
sér, sem krefst lausnar í einhverri mynd, og hefur hér að
framan verið bent á nokkrar aðferðir. En eins og þar er
getið, er raunar aðeins um eina lausn að ræða, sem hentar
fyrir íbúana utan Reykjavíkur, og það er fávitahæli, vinnu-
hæli.
Heilbrigt lif
131