Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 135
draga. Helzt var þá að vænta árása úr lofti, því að Þjóð-
verjar höfðu um þessar mundir öflugan loftflota. Var
hættan mest á þeim ófögnuði yfir Reykjavík. Þar var aðal-
höfnin, flugvöllur við miðbæinn og mikið eða mest af setu-
iiðinu framan af. Er hætt við, að margur Reykvíkingur
hefði átt um sárt að binda, ef til árásar hefði komið, og
ekki bætti það úr skák, að herbúðum var dreift víðs vegar
um bæinn milli íbúðarhúsa, svo að ógerningur hefði verið
að komast hjá spjöllum á bænum, þó að vilji hefði verið til.
Þessi rás viðburðanna kom landsmönnum algerlega á
óvart. Enginn viðbúnaður var af neinu tagi, engar ráða-
gerðir eða áætlanir, ekki svo vel, að nokkrum hefði dottið
í hug að bollaleggja að gamni sínu, hvað vænst væri til
ráða, ef til slíkra óskapa kæmi.
Ráðamenn þjóðarinnar brugðu við fljótt, og var sett á
laggirnar loftvarnanefnd í Reykjavík að boði dómsmála-
ráðherra þ. 14. maí 1940. Var lögreglustjóri í forsæti, en
Rauði krossinn átti þar fulltrúa, og gegndi formaður
RKÍ því starfi. Varð starfsemi nefndarinnar umfangs-
mikil, er tímar liðu, en hér verður aðeins vikið að þeim
hlutanum, sem hvíldi á herðum RKÍ.
Loftvarnir og loftvarnanefnd eru raunar ekki rétt-
nefni á þessu starfi, því að það var einungis miðað við
að hjálpa borgurunum, ef illa færi, bæta eftir föngum það,
sem árásir hefðu skemmt og slasað, en engar ráðstafanir
gerðar til varna. Setuliðið sagðist skyldu sjá um her-
mennskuna. En nafnið er helgað af Venju og verður hald-
íð hér.
Það var upphaf, að landiæknir skrifaði RKl og fór
þess á leit, að hann „undirbyggi fyrstu hjálp særðum
mönnum, ef til kæmi“, og loftvarnanefnd fól RKl að
sjá um slysahjálp, flutninga á særðum og aðhlynningu
þeirra, sem kynnu að meiðast.
Brá stjóni RKl sti'ax við og leitaði samvinnu við
Heilbrigt lif
133