Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 137
heimilið og Barnaskóli Austurbæjar. Voru þessum stöðv-
um ætlaðir 5—12 læknar hverri, 15—30 skátar og þeim
þrem síðasttöldu auk þess 2—4 hj úkrunarkonur og 6—12
skátastúlkur. Hinar stöðvarnar voru smærri. Voru þar
1—3 læknar, en á mörgum stöðvanna voru auk þess lækna-
skólapiltar. Enn áttu að vera tiltækar nokkrar bifreiðar
til flutninga, en mjög vildi verða misbrestur á, að þær
mættu, og eiga þó ekki allir óskilið mál.
Á aðalstöðvunum, öðrum en miðstöðinni, voru í geymslu
rúmstæði, sem upp mátti setja fyrirvaralaust. Fylgdi
hverju rúmi kassi með kodda, lökum og teppum, hand-
klæði, sápu og kerti, og mátti nota kassann fyrir nátt-
borð. Nokkrar umbúðabirgðir voru á hverri stöð og sjúkra-
börur. Fylgdu hverjum börum þrjú teppi og segldúks-
poki með nauðsynlegustu umbúðum til fyrstu hjálpar.
Olíuluktir með gasneti, vasaljós og kerti voru alstaðar. Á
smærri stöðvunum voru kassar með umbúðum. Að verjum
höfðu hjálparliðin stálhjálma brezka.
Á öllum stöðvunum voru venjulegir símar, en milli aðal-
stöðvanna lágu auk þess beinar línur tengdar í skiptiborð
í miðstöð RKÍ, og gat miðstöðin því ætíð haft beint
samband við þær stöðvar. Auk þess voru á miðstöðinni
tveir símar og annar ekki á skrá, svo að ætíð mátti nota
hann til að hringja út, þó að hinn væri tepptur.
Síðar var svo komið upp varamiðstöð í góðum kjallara
skammt frá. Voru þar símar og miðstöðvarborð, sem í
voru tengdar beinu línurnar frá aðalstöðvunum. Þar var
haft lið, sem gæti tekið við stjórninni, ef aðalmiðstöðin
færi í súginn. Raunar átti hún að vera á tiltölulega ör-
uggum stað, í hálfniðurgröfnum kjallara í fjögurra hæða
húsi úr járnbentri steinsteypu með steingólfum.
Tilhögun var þessi. Þegar hættumerki væri gefið, átti
hver að mæta á sinni stöð eins fljótt og hann sæi sér fært,
en hvenær fært þætti, yrði hver að gera upp við sjálfan
Heilbrigt lífÆ
135