Heilbrigt líf - 01.12.1949, Síða 140
Reykjavík, enda var hann að vonum langmestur þar. Var
það bæði, að hættan var talin mest á árásum þar, og þar
var langflest fólk saman komið á einum stað á landinu.
Ekki voru samt aðrir landsbúar alveg afskiptir, því að
nokkuð af birgðum var sent á fimmtán staði víðs vegar
á landinu, svo að það gæti verið til taks þar, ef slysfarir
yrðu. Þar sem Rauða kross deildir störfuðu, var þetta sent
í þeirra vörzlu, en þar sem ekki voru Rauða kross deildir,
var svo til ætlazt, að héraðslæknir ráðstafaði.
Áætlanir voru gerðar um brottflutning fólks úr Reykja-
vík í stórum stíl — tæmingu bæjarins. Höfðu aðrir þær
ráðagerðir með höndum að nokkru leyti, en RKÍ ætl-
aði að sjá um læknaþjónustu. Voru því til undirbúnings
sendar lyfjabirgðir í Borgarnes og austur yfir fjall og
dreift á nokkra staði á Suðurlandsundirlendi til geymslu,
svo að nærtækar væru, ef á þyrfti að halda. Var lyfjunum
komið fyrir í kössum, hentugum til flutnings. Voru kass-
arnir útbúnir af Lyfjaverzlun ríkisins eftir fyrirsögn lyf-
sölustjóra. Enn voru send austur nokkur hundruð teppi
og ráðstafað á líkan hátt og lyfjunum.
En það var annar flutningur, sem RKÍ tók virkan
þátt í, og það var brottflutningur barna. Gekkst hann
fyrir því að koma til dvala í sveit eins mörgum bæjar-
börnum og kostur var, strax og vora tók. Hefur þessi
sumardvalarstarfsemi haldið áfram, þótt nokkuð sé í ann-
arri mynd nú, og skal hennar ekki nánar getið hér.
Þegar litið er til baka, sýnist, að áætlanir og undir-
búningur RKl hafi verið allsæmilegur eftir því sem á
stóð. En sé gerr skoðað, þá var hann þess aldrei umkom-
inn að taka við stórárás, svo að vel væri, og fyrstu mán-
uðina var hann lítils megnugur.
Hverjar voru orsakir þessa? Hvernig stóð á því, að
ekki var þegar á fyrstu vikum hernámsins fullkominn
útbúnaður til þess að veita landsfólkinu hjálp, ef illa færi?
138
Heilbrigt líf