Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 144
Starfsmenn hafa verið þessir:
Dr. Gunnlaugur heitinn Claessen ritstjóri Heilbrigðs lífs.
Gunnar Andrew skrifstofust.jóri.
Guðrún Bjarnadóttir, hjúkrunarkona, fyrri hluta ársins.
Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona, síðari hluta ársins.
Skrifstofan fluttist á árinu úr Hafnarstræti 5 í Thorvaldsens-
stræti 6, en það hús hefur RKÍ nú á leigu og leigir aftur út tals-
verðan hluta þess. Hefur nú RKÍ rúmgóðar skrifstofur fyrir starf-
semi sína, afgreiðslu tímaritsins o. s. frv., og getur húsnæði þetta
orðið hið vistlegasta, ef hægt verður að fá gólfdúk og annað, sem
nauðsynlegt er til viðhalds gömlum húsum, en húsið (gamla Reykja-
víkur Apótek) er nú 130 ára.
2. Sumardvalir barna.
Starfsemi þessi var mjög með sama sniði og árið áður. Upphaf-
lega var svo ráð fyrir gert, að heimilin yrðu fjögur eins og- árið
1947, en vegna óvenjulega mikillar aðsóknar var nú horfið að því
ráði að bæta einu heimili við, hinu fimmta, að Reykholti.
Skrifstofan sá algerlega um allan undirhúning, innritun barna,
ráðning starfsfólks, innheimtu meðlaga og loks um allan rekstur
heimilanna.
Starfstíminn var sem hér segir:
Kolviðarhóll, frá 25. júní til 27. ágúst, eða 9 vikur.
Langamýri, frá 2. júlí til 2. sept., 9 vikur.
Reykholt, frá 5. júlí til 30. ágúst, 8 vikur.
Silungapollur, frá 29. júní til 30. ágúst, 9 vikur, og
Sæiingsdalslaug frá 24. júní til 1. sept., eða 10 vikur.
Á Kolviðarhóli voru 54 börn á aldrinum 4 til 7 ára. Forstöðu-
maður Björn Jóhannsson, kennari, Hafnarfirði.
Að Ijöngumýri var 41 telpa, 5 til 10 ára. Forstöðukona frú Ingi-
björg Jóhannsdóttir, skólastj.
Að Reykholti voru börnin 89. Þau voru á aldrinum þriggja til
átta ára. Forstöðukona var Katrín Tómasdóttir, hjúkrunarkona.
Á Silungapolli voru 55 drengir og 47 telpur. Þessi börn voru á
aldrinum þriggja til níu ára, þar af 83 yngri en fimm ára, og því
yfirleitt yngri börn þar en nokkru sinni áður, síðan RKÍ tók að
sér þessa starfsemi. Forstöðukona þar var, sem ávallt fyrr, frú
Vigdís Blöndal, kennslukona.
Loks voru í Sælingsdalslaug 30 drengir, frá sex til níu ára að
aldri. Forstöðu þessa heimilis hafði Einar Kristjánsson, Leysingja-
stöðum.
Alls voru því, samkv. framansögðu, 316 börn á dvalarheimilun-
um að þessu sinni, eða um 90 börnum fleiri en sumarið 1947.
142
Heilbrigt líf