Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 147
verið sendir yfir Danmörku, eftir að danski Rauði krossinn tók að
sér að sjá um framhaldssendingu þeirra með bíium sínum, og hafa
sendingar þessar síðan gengið mjög vel og reglulega, að öðru leyti
en því, að ekki hefur síðustu mánuðina verið hægt að fá leyfi
rússneskra yfirvalda til bögg'lasendinga inn á hernámssvæði þeirra.
Annars hefur að sjálfsögðu dregið allverulega úr sendingu gjafa-
böggla, eftir að vörur jukust á ýmsum hernámssvæðum í Þýzka-
landi. Arni Siemsen, vararæðismaður Islands í Ltibeck, hefur haft
umsjón með dreifingu pakkanna í Þýzkalandi.
Lítið hefur borið á gripdeildum í sambandi við þessar sendingar
undanfarið, en vegna banns rússnesku hernaðaryfirvaldanna liggja
nú um 100 pakkar í Hamborg og bíða þess, að úr rætist. Gjafa-
pakkarnir skiptast sem fyrr í tvo flokka, matar- og fatapakka. Eru
sömu vörur í öllum matarpökkum og að sjálfsögðu engar skömmt-
unarvörur. I fatapökkunum er svo að segja eingöngu notaður
fatnaður, þótt einstöku sinnum slæðist með eitthvað smávegis af
ull eða lopa.
Auk þess hefur RKI nokkrum sinnum annazt sendingu lyfja,
sem örðug't hefur verið eða ómöguleg't að ná í á meginlandinu, svo
og' fjallagrasa.
Eins og' drepið var á í síðustu ársskýrslu, var aðstoðarmönnum
vorum í Þýzkalandi við þessar gjafasendingar boðið hingað heim
í fyrrasumar. Dvöldust þau hjónin, Árni Siemsen og frú, hér um
tíma á vegum RKI, og létu mjög vel af dvöl sinni. I hádegisverðar-
boði, sem stjórn RKÍ hélt þeim að Hótei Borg', var þeim þakkað
ágætt og óeigingjarnt starf að þessum málum.
8. Alþjóðafundur Sambands rauða kross félaga (League of Iied
Cross Societies) í Stokkhólmi.
Fundur þessi var haldinn í ágúst, og sat hann formaður RKl,
Scheving Thorsteinsson, fyrir hönd Rauða krossins og jafnframt
fyrir hönd íslenzka ríkisins, eftir beiðni ríkisstjórnarinnar, sem
tekið hafði boði um að senda fuiltrúa. Aðalverkefni þessa fjölsótta
fundar, þar sem mættir voru fulltrúar 60 þjóða, var að ganga frá
breytingu á alþjóðasamningum um öryggi hjúkrunarliðs Rauða
krossins á styrjaldartímum. Forseti fundarins var Folke Bernadotte
greifi, hinn heimskunni mannúðarmaður, sem var myrtur fáum
vikum seinna, svo sem kunnugt er.
Næsti fundur Sambandsins verður haldinn í Bandaríkjunum árið
1952. Samtímis þessum fundi var í Stokkhólmi haldinn stjórnar-
fundur Alþjóðasambandsins, en stjórnina skipa einn fulltrúi frá
hverju ríki, þar sem Rauði krossinn starfar, en þau eru nú 66.
Formaður ameríska Rauða krossins, Mr. Basil O’Connor, var
Heilbrigt líf — 10
145