Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 148
endurkjörinn formaður stjórnarinnar til næstu tveggja ára, en
næsti stjórnarfundur var ákveðinn í Aþenuborg 1950.
Ymsar undirnefndir stjórnarinnar, svo sem fjárhagsnefnd og
framkvæmdastjóm, halda fundi að minnsta kosti tvisvar á ári.
Sambandsfundurinn var að sjálfsögðu kvikmyndaður, og hefur
sænski Rauði krossinn sýnt RKÍ þú velvild að senda honum eitt
eintak af kvikmynd þessari.
9. Heilbrigt líf.
Svo sem kunnugt er, lézt ritstjóri tímaritsins, dr. Gunnlaugur
Claessen, hinn 23. júlí s. 1. Af þeim ástæðum dróst útkoma síðara
heftis árgangsins 1948 nokkuð fram yfir áramót. Tók Sigurður Sig-
urðsson, yfirlæknir, að sér að sjá um útkomu þessa heftis, en dr.
Claessen hafði valið allt efni í það og búið það að mestu til prent-
unar.
Skrifstofa RKÍ hefur haft með höndum innheimtu og afgreiðslu
ritsins, svo og auglýsingasöfnun, bókhald o. s. frv.
10. Öskudagurinn 1949.
Oskudagurinn var að þessu sinni þann 2. marz. Þann 28. febrúar
talaði frú Aðalbjörg Sigurðardóttir í útvarpið um daginn og veginn
og minntist þá nokkuð á starfsemi RKÍ og væntanlega merkja-
sölu, en að kvöldi hins 1. marz flutti Bjarni Jónsson læknir ágætt
erindi um RKI. Auk þess var allmikið skrifað lum þetta efni í dag-
blöðin í Reykjavík. Tveimur dögum áður hafði og Blómaverzlunin
Flóra í Austurstræti gluggasýningu með Rauða kross fánum |og
hvatningu um að kaupa merkin.
A sjálfan öskudaginn var svo aðalsölustöðin í Austurstræti 22.
Var þar einnig gluggasýning, m. a. á tímaritinu, sem þá var ný-
útkomið. En auk þess voru aðrir sölu- og úthlutunarstaðir ’merkja
í eftirtöldum verzlunum, sem sýndu RKÍ þá velvild að lána húsnæði
í búðum sínum:
Verzlunin Langholt, Langholtsvegi, verzlunin KRON, Hrísateig,
verzlunin Flóra, Mávahlíð, bókabúðin Helgafell, Laugavegi 100,
Fatabúðin, Skólavörðustíg, verzlunin Marteinn Einarsson, Lauga-
vegi, verzlunin Blóm & Ávextir, Hafnarstræti, Skóbúð Reykjavíkur,
Aðalstræti, verzlunin Snót, Vesturgötu.
I gluggum allra þessara verzlana voru Rauða kross fánar og
myndskreytt auglýsingaspjöld, varðandi starfsemi RKÍ. Voru spjöld
þessi gerð af Auglýsingaskrifstofu E. K., og auk þess hafði hl'.
Kurt Zier, kennari, aðstoðað við að teikna nokkur þeirra.
Nemendur Hjúkrunarkvennaskólans höfðu yfirumsjón með út-
hlutun merkjanna í búðunum, en ýmsar aðrar blómarósir bæjarins
146
Heilbrigt líf