Heilbrigt líf - 01.12.1949, Qupperneq 150
fengið á erfðafestu hjá bóndanum í Laug'arási. Eru það tveir hekt-
arar, ásamt afnotum af tveimur sekúndulítrum af heitu vatni, sem
má auka upp í 3 sekúndulítra. Land þetta hefur verið sléttað og
lag-að, en svo heppilega vildi til, að vegspotti lá þarna af þjóð-
veginum að ofaníburðargryfjum, sem voru mjög nærri hinu vænt-
anlega hússtæði, enda naut RKÍ mikillar velvildar vegamálastjóra
og verkstjóra hans, Jóns Vigfússonar.
A fyrsta ári var byggingin gerð fokheld, en nú er svo komið, að
búið er að klæða allt utan og innan. Er það gert með masonit og
asbest. Þá er búið að leggja öll gólf og ganga frá miðstöðvar-, vatns-
og skólpleiðslum, búið að smíða hurðir og g'lugga, skápa og rúm.
Verður þetta síðast talda flutt austur, þegar færi leyfir, enda er
þá ætlunin að ganga til fullnustu frá byggingunni, svo að hægt
verði að starfrækja heimilið í sumar. En til þess að svo megi verða,
vantar þó margt enn, því að eftir er að ganga frá kaldavatnsgeymi
og rotþi'ó, setja upp rafstöð, fullkomin vélþvottahús og' nýtízku
eldhús. Vélar í þvottahús, eldhús og rafstöð er verið að útvega frá
Bandaríkjunum, svo og ýmis önnur áhöld.
Kostnaður við þessar framkvæmdir nema þegar hátt á sjötta
hundrað þúsund krónum. En meginhluti þessa fjár hefur komið
inn fyrir gjafir ameríska Iíauða krossins, sem mælti svo fyrir, að
gjöfunum skykli varið til byggingar barnaheimilis.
14. Heiðursmerki.
Fyrir allmörgum árum var ákveðið að láta búa til heiðursmerki
fyrir RKI, og hinn 27. febrúar 1941 var herra Sveinn Björnsson,
núverandi forseti Islands, sæmdur slíku merki.
Hins vegar var reglugerð fyrir mei'kið ekki staðfest fyrr en 24.
febrúar s. 1., er gefið var út forsetabréf um heiðursmerki, sem
sæma má íslenzka menn og erlenda, er inna af höndum mannúðar-
störf, sem mikils þykir um vert. Heiðursmerkið er í tveimur stigum,
en forseti veitir það eftir tillögum þriggja manna nefndar. Er
nefndin skipuð af forseta íslands, einn nefndarmanna eftir tillögu
forsætisráðherra, og' sé hann félagi RKÍ, annar sé formaður RKI,
en hinn þriðji formaður orðunefndar hins íslenzka ríkis. Eigi má
veita fleiri heiðursmerki árlega en fimm, þó aldrei nema eitt fyrsta
stigs. Veiting heiðursmerkja skal að jafnaði fara frarn á stofndegi
RKÍ, 10. des.
Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir, fyrrverandi formaður RKI, var
snemma á árinu 1947 særndur heiðursmerki frá danska Rauða kross-
inum og síðar á sama ári norsku heiðursmerki.
Núverandi formaður, Scheving Thorsteinsson, lyfsali, var sæmdur
heiðursmerki danska Rauða krossins með bréfi dags. 17. júní 1948.
148
Heilbrigt líf