Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 151
15. Barnahjálp Sameinuöu þjóöanna.
Eins og getið var í síðustu ársskýrslu, nam þessi söfnun rúmum
3 milljónum, eða nánar tiltekið kr. 3.683.300,92, eða nærri 30 krón-
um á hvert mannsbarn í landinu, og var hlutur Islands langhæstur
ailra söfnunarþjóðanna, en næstir voru Svíar1) með um 2 sænskar
krónur á nef. Vörur þær, sem gefnar voru og keyptar hcr, voru
aðallega niðursuðuvörur (síld), en auk þess 400 smál. saltfiskur,
50 tn. lýsi (10 smál.) og loks 360 ks. fatnaður, eða um 15 smál.
Hið mikla framlag íslands vakti að sjálfsögðu talsverða athygli
á landi og þ.jóð, og má s.iá þess víða merki í brófum þeim, er söfn-
unarnefndinni bárust að lokinni söfnun. í bréfi frá hr. Aake Ording,
þeim, er átti frumkvæðið að þessari merkilegu söfnun, segir m. a.:
„í þessu máli ber ísland höfuð og herðar yfir alla aðra. Tæpast
verður þessa einstæða menningarafreks getið án þess, að nafn Is-
lands sé þar nefnt með sérstakri lotningu".
16. Minningarsjóður um Folke Bernadotte greifa.
Eftir tillögu Rauða kross félaganna i Chile og Svíþ.jóð hefur Sam-
band rauða krossins (League of Red Cross Societies) í hyggju að
stofna sjóð til minningar um hinn látna formann sænska Rauða
krossins.
Ætlunin er, að hlutverk sjóðs þessa verði:
a) að styrk.ja námsmenn til ferðalaga erlendis,
b) að veita f.járhagslegá aðstoð, er þ.jóðarskaða ber að höndum.
Sjóðurinn á að vera í vörzlu Sambandsins, en þjóðir þær, er ekki
geta yfirfært framlag í s.jóðinn vegna g.jaldeyrisörðugleika, mega
hafa féð í eigin vörzlu og nota það til styrktar námsmönnum, er
kynnu að heimsækja land þeirra, og til þess að aðstoða menn, ér
verða fyrir óhöppum í heimalandi þeirra, eða í löndum, sem hafa
sama gjaldeyri.
RKÍ ákvað að legg.ja 5000 krónur af mörkum til slíkrar s.jcð-
stofnunar.
17. Gjafir til finnskra barna.
Eins og urn getur í ársskýrslu 1940 gekkst RKI á sínum tíma,
ásamt Norræna félaginu, fyrir fjársöfnun til Finnlands. Eftirstöðvar
af þeirri söfnun, að upphæð kr. 1822,74, voru nú um síðustu áramót
afhentar RKÍ til ráðstöfunar, og voru peningar þessir notaðir til
þess að greiða meðlag með fimm munaðarlausum börnum í Finn-
landi í eitt ár. En Mannerheimstofnunina annaðist úthlutun fyrir
milligöngu séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar.
^) Síðar kom í l.jós, að Ný-S.jálendingar voru miklu hærri, sbr.
bls. 41. Ritstj.
Heilbrigt líf
149