Heilbrigt líf - 01.12.1949, Page 153
arinnar. Kennsla hófst 21. febrúar og stóð til 10. marz 1949. 18
stúlkur tóku þátt í námskeiðinu, og luku 16 þeirra prófi að námi
loknu.
Það hefur jafnan verið nokkrum erfiðleikum bundið að fá menn
til að innkalla ársgjöld félagsmanna. Að þessu sinni var sá háttur
upp tekinn, að stjórnin skipti félögunum niður á sig og gekk svo
öll að því að innheimta gjöldin.
Reyndist þetta ágætt fyrirkomulag, því að ársgjöldin greiddust
100%. Mun þessi háttur verða hafður á framvegis".
Formaður deildarinnar er Ólafur Þ. Þorsteinsson, læknir.
V estmannaeyjadeild.
Aðalmálefni, sem fyrir fundum deildarinnar lá á árinu, var út-
vegun á sjúkrabifreið fyrir Vestmannaeyjar, og á fundi deildarinnar
hinn 1. nóvember lágu fyrir upplýsingar um það, að fengið væri
gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir slíkri bifreið, en þá stæði á
útflutningsleyfi frá Bandaríkjunum. Við það hefur staðið síðan.
Áhugamáli deildarinnar um, að hér verði byggt sóttvarnarhús í
sambandi við sjúkrahús bæjarins, hefur lítið miðað áfram, en deildin
hefur gert það, sem í hennar valdi stendur, til þess að halda því
vakandi.
Gufubaðstofu í hinu nýja stórhýsi Templara smámiðar áfram.
Félagar eru 240“.
Formaður er Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir.
Aðeins þessar fjórar framangreindar deildir hafa sent ársskýrslu.
Þetta er mjög leitt afspurnar og kemur sér harla illa fyrir RKÍ
vegna nauðsynlegrar skýrslugerðar. Er vonandi, að deildirnar sjái
sóma sinn í að bæta úr þessu í framtíðinni.
Heilbrigt líf
151