Úrval - 01.06.1943, Blaðsíða 97
ÞYNGSTU HÖGGIN
95
málið og þyngdarlögmálið eru
skýrð.
Isaac Newton lauk kandidats-
prófi við Cambridgeháskólann
árið 1665, en þegar svartidauði
barst til Cambridge frá London,
þá flýði hann norður í fæðing-
arbæ sinn, Woolsthorpe, í nánd
við Grantham. Einu sinni þegar
hann var á gangi í aldingarðin-
um, sá hann epli falla til jarðar,
og í einu vetfangi varð honum
ljóst, hvaða afl það var, sem
hélt himintunglunum á braut
sinni. Hann keypti sér þrístrent
gler (prisma), skoðaði sólar-
ljósið í gegnum það og þá varð
honum ljóst, hvers vegna regn-
boginn var svo litskrúðugur.
Margir höfðu séð epli falla til
jarðar eða keypt sér prisma, en
engum nema Newton var gefið
að sjá í þessum fyrirbrigðum
túlkun æðri lögmála.
Áhrifin, sem þessar uppgötv-
anir hans höfðu, voru mikil og
djúptæk. Alexander Pope hefir
lýst því með þessari alkunnu
hendingu:
Náttúran og lögmál hennar
lágu hulin í myrkri næturinnar.
Guð sagði: „Verði Newton“,
og það varð ijós.
Mönnum varð það óumræði-
legur léttir, að komast að raun
um, að náttúran hlýðir óum-
breytanlegum lögmálum, en.
ekki óskiljanlegum duttlungum.
Áhrifin urðu jafnvel svo víð-
tæk, að þau fæddu af sér hina
svonefndu náttúruguðfræði, sem
smám saman varð að hreinni:
skynsemistrú eða efagirni.
Sennilega hefir ekkert vís-
indarit valdið eins mikilli bylt-
ingu í hugmyndaheimi mann-
anna og bók Darwins, „Uppruni’
tegundanna“, sem kom út 1859.
Árið 1831 fór Darwin tuttugu
og tveggja ára gamall sem nátt-
úrufræðingur með herskipinu
„Beagle“ í fimm ára vísindaleið-
angur með fram strönd Suður-
Ameríku. I þessum leiðangri
varð þróunarkenningin til í
huga hans. „Vissulega ber al-
heimurinn merki einnar og sömu
handar,“ skrifaði hann í dag-
bók sína.
Hann átti ekki fyrstu hug-
myndina, en hann vann úr hug-
myndum annarra og skipaði
þeim í kerfi. Hann vann að
þessu í tuttugu ár áður en hann
birti niðurstöður sínar. Fyrsta
útgáfan, 1250 eintök, seldist á
einum degi. Auðvitað sætti
kenningin mikilli mótspyrnu..
Hún olli deilum og klofningi á.