Úrval - 01.12.1950, Side 2
Til lesendanna.
Vegna mikillar verðhækkunar
á pappír og vaxandi prentunar-
kostnaðar varð ekki hjá því kom-
izt snemma á þessu ári að hækka
Úrval í lausasölu úr 8,50 í 10
krónur. Fastir áskrifendur höfðu
hinsvegar greitt árganginn fyrir-
fram og sluppu því við hækkun
á þessu ári. Þegar hækkunin var
tilkynnt, var því heitið, að ein-
hverjar ráðstafanir skyldu gerðar
til að bæta kaupendum upp þessa
hækkun. Fyrsta sporið í þá átt
var stigið í næst síðasta hefti.
Þá var byrjað á því að prenta
„bókina" (30—40 síður i hverju
hefti) með þéttara letri en annað
lesmál heftisins og rúmast með
því 20% méira á hverri síðu,
en við það eykst lesmál hvers
heftis um því sem næst 6%.
Nú hefur áskriftarverð fyrir
næsta ár verið ákveðið 52 krónur.
Er það um 8% hækkun fyrir
gamla áskrifendur, en fyrir þá
sem hingað til hafa keypt Úrval i
lausasölu er hækkunin aðeins 1
króna á ári eða tæplega 1%.
Þegar þess er gætt, að lesmálið
hefur aukizt um 6%, er hér raun-
verulega um lækkun að ræða.
Af ýmsum ástæðum hefur Úrval
fram að þessu ekki lagt mikla
áherzlu á að afla sér fastra á-
skrifenda, en eigi að síður hafa
allmargir kosið að kaupa það
þannig. Nú eru þær ástæður að
ýmsu leyti breyttar, og með því
að ætla má, að Úrval hafi með
árunum eignast stóran hóp kaup-
enda, sem kaupa það' að staðaldri,
þótt ekki hafi þeir verið fastir
áskrifendur, hefur verið ákveðið
að koma til móts við þessa kaup-
endur og bjóða þeim þau hag-
stæðu kjör, sem að framan greinir.
Þetta er þó því aðeins hægt,
að afgreiðslu- og innheimtukostn-
aður vaxi ekki úr hófi fram með
fjölgandi áskrifendum, og að ekki
verði vanhöld á greiðslum. Þess-
vegna hefur verið ákveðið, að á-
skrift miðist einungis við áramót
og greiðist fyrirfram. Allir áskrif-
endur, nýir jafnt sem gamlir,
verða þvi að greiða árgang 1951
áður en fyrsta hefti hans kemur
út, í lok janúar.
Áskrifendur í Reykjavík geta,
ef þeir vilja, hi’ingt í 1174 og beðið
um að árgjaldið verði sótt heim
til sín.
A
Urval
timaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjarnargötu 4,
Pósthólf 365. — Verð í lausasölu 10 krónur.
ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F.