Úrval - 01.12.1950, Page 11
BARNIÐ SEM HÆTTI AÐ ÞROSKAST
T
tíðarheimili hennar. Ég ákvað
að verja einu ári til að reyna að
kenna henni að lesa, skrifa og
læra að þekkja nótur og syngja
smálög, því að hún hafði yndi
af sönglist.
Ég komst að raun um, að hún
gat lært að lesa einfaldar setn-
ingar, að hún gat með miklum
erfiðismunum skrifað nafnið
sitt, og lært að syngja einföld
lög. Ég hygg, að hún mundi
hafa getað komizt eitthvað
lengra, en dag nokkurn þegar
ég tók um litlu höndina hennar
til að stýra henni í skriftinni,
tók ég eftir, að höndin var rök
af svita. Mér varð þá ljóst, að
þetta var mikil þrekraun fyrir
barnið, að hún lagði á sig að
glíma við verkefni, sem hún
botnaði ekkert í, af óeigin-
gjarnri löngun til að gleðja
mig. Það var eins og hjartasár
mitt opnaðist að nýju. Þegar
ég hafði náð valdi á mér, stóð
ég upp og lagði bækurnar til
hliðar fyrir fullt og allt. „Við
skulum koma út og leika okkur
við kettlingana," sagði ég.
Andlit hennar varð uppljóm-
að af fögnuði, og það voru sára-
bætur mínar.
Ég varpaði frá mér öllum
metnaði hennar vegna og tók
hana eins og hún var. Og ég
hef síðan lært að vera óumræði-
lega þakklát fyrir, að hún skuli
aldrei þurfa að heyja lífsbar-
áttu venjulegra manna, en
njóti í staðinn gleði og ábyrgð-
arleysis bernskunnar alla ævi.
Hún hefur yndi af því að renna
sér á skautum og þríhjóli; hún
hefur gaman af brúðum og
brúðudiskum og að leika sér í
sandi. En framar öllu er það
tónlistin, sem er henni óþrjót-
andi uppspretta gleði og
ánægju. Hún á mikið plötusafn,
og hún þekkir plöturnar sund-
ur, þó að hún kunni ekki að
lesa. Hæfileikarnir, sem búa
f jötraðir innra með henni, birt-
ast í þögulli hrifningu þegar hún
hlustar á sinfóníur meistaranna
klukkustund eftir klukkustund,
með bros á vörum og augun
starandi eitthvað út í fjarsk-
ann.
Þetta er ein sárabótin. Ég
vil, að foreldrar barna, sem eru
eins og hún, viti að slíkar upp-
bætur eru til fyrir börn þeirra.
Ég hafði barnið mitt hjá mér
þangað til hún var níu ára, en
þá fórum við til Bandaríkjanna
til að leita að samastað handa
henni.
Af því að ég bjó ekki í landi