Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 18
14
ÚRVAL
ur, og þótt hann sé að ávarpa
borgarstjórn Lundúna eða með-
limi Fabianféalgsins*), æfa leik-
rit í Court Theatre eða Malvern
Festival, kappræða við Belloc og
Chesterton eða hripa hnyttinyrði
á póstkort í Hertfordshire, er
hann alltaf spámaðurinn í eyði-
mörkinni, skeggjaður, ofstækis-
fullur og einsýnn, spámaðurinn,
sem lifir á engisprettum og
villtu hunangi og bíður eftir
nýrri opinberun frá þeim guði
sem hann vill heldur nefna lífs-
afl. Og ef mönnum sést yfir
þetta, geta þeir ekki komizt til
rétts skilnings á honum.
Fyrri hugsjónin, sem er sam-
eiginieg hinum fyrstu kristnu
mönnum og nútímakommúnist-
um, er sú, að kenning og breytni
verði að fara saman. Við meg-
um ekki halda trú og breytni í
tveim aðskildum hólfum. Trú,
sem hvetur ekki til tafarlausr-
ar breytni, er einskis virði. Mað-
ur, sem viðurkennir að hann
hugsi á einn veg og breytir síð-
an á allt annan veg, er annað
*) „Pabian Society" er sósíalist-
iskur félagsskapur í Englandi, sem
haft hefur geysivíðtæk áhrif á stjórn-
málaþróunina í Englandi (stofnaður
1884). — Þýð.
hvort fífl eða fantur. Það er ó-
heiðarlegt að fordæma slátur-
hús og borða síðan kjöt. Það er
hræsni að lifa því sem menn
ímynda sér að sé andlegt menn-
ingarlíf, ef það er gert fyrir pen-
inga, sem fengnir eru með arð-
ráni og svikum. Langafar okk-
ar grétu yfir dauða Nell litlu og
örlögum Ólivers Twist, en börð-
ust gegn því að jafngömul börn
væru tekin burtu úr námum og
verksmiðjum. Skáldsagnahöf-
undar viktoríutímabilsins létu
sem þeir roðnuðu og titruðu ef
minnst var á vændiskonur, og
fóru síðan fagnandi á fund
gleðikvenna borgarinnar. Menn
voru guðhræddir kirkjuverðir
á sunnudögum og fóru ráns-
hendi verzlunarmannsins um fé
almennings á mánudagsmorgn-
um. Fíngerðar hefðarfrúr, sem
fölnuðu ef þær sáu haltan kjöltu-
rakka, létu kynsystur sínar
þræla fyrir sig myrkranna á
milli. Iðjuhöldar, sem breyttu
Midlands og Lancashire í bik-
svart, daunillt helvíti, söfnuðu
að sér málverkum af glæsileg-
um riddurum og fögrum prins-
essum. I stássstofunni ríktu ein
lög, í verksmiðjunni önnur.
Menn báðu fyrir friði meðan
þeir gerðu ráðstafanir, sem