Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 20
16
ÚRVAL
reiðubúið að veita viðtöku,
fræðilega, en ekki sem leiðar-
ljós til athafna; og inn í þetta
molluþunga vermihús hleypti
hann þytmiklum austanvindi.
Samt var hann ekki sjálfur, eins
og margir hafa ímyndað sér,
gersneyddur rómantík. Hug-
myndir hans voru oft sannróm-
antískari en nokkuð það sem
fólkið þekkti, einmitt það fólk,
sem hann hneykslaði. Hann lék
ekki Sancho með Don Quixote
þess, heldur stóð hann miklu
nær Don Quixote sjálfum en
nokkurt þeirra.
Munurinn er sá, að hann vissi
miklu meira en Don Quixote.
Hann vissi t. d., að það sem aðr-
ir héldu að væri risar, var raun-
verulega vindmyllur. Þar sem
aðrir sáu ferleg teikn, sá hann
þanin segl og hjól á hreyfingu.
Hann hafði lært af Marx að at-
huga byggingu þjóðfélagsins.
Hann bætti hagfræðinni við
bókmenntasnilli sína, á sama
hátt og Wells bætti við líffræð*
inni; þessi mikilvæga viðbót jók
mjög frumleik og áhrifavald
þeirra beggja.
Og þar með erum við
komin að síðari hugsjóninni,
þeirri sem segja má að sé nú
orðin hluti af arfleifð okkar.
Hún er sú, að líta á samfélagið
sem lifandi heild. (Þetta er einn-
ig sanntrúarleg hugsjón, sem
finna má hjá öllum spámönn-
um). Flestar hugleiðingar Shaw
miðast ekki við einstaklinga eða
hópa heldur samfélagið sem
heild. Hann stendur álengdar,
hefur víða yfirsýn og athugar
hreyfingar hins mikla fjölda
samtíðarmanna og -kvenna. Sú
aðfinnsla er ef til vill réttmæt,
að ályktanir hans séu oft á tíð-
um of yfirgripsmiklar, að hann
geri málin um of einföld, að hann
beiti nöfnum mikilmenna í mál-
flutningi sínum á næsta ófyrir-
leitinn hátt og mælskubrögðum
á óviðeigandi stöðum. En hin
mikla yfirsýn hans, ásamt því
leiftrandi innsæi, sem títt bregð-
ur fyrir hjá honum, nægir til
fyrirgefningar miklu verri galla
en þetta, þótt ekki sé nema af
því, að þegar við lesum eða
lilustum á samtöl hans, finnst
okkur, að við séum að anda að
okkur örvandi fjallalofti og
horfa á heiminn úr mikilli hæð.
Við erum í návist eins af stóru
spámönnunum, þess sem er and-
ríkastur og göfuglyndastur
þeirra allra. Yfirsýnin, innsæið,
röddin, allteru það einkenni hins
sanna spámanns: maðurinn er