Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 22
18
ÚRVAL
andi áhorfendurna (sem koma í
leikhúsið þreyttir, áhyggjufull-
ir og þurfandi, gjörólíkir því
stríðalda, makráða fólki, sem
hann skrifaði leikrit sín upphaf-
lega fyrir), gæti heyrt gjall-
andi hlátur þeirra ■—- betri
afmælisgjöf gæti hann ekki
fengið. Þessir leikhúsgestir nú-
tímans, sem njóta orðsnilldar
hans og andríkis, listrænnar
leiktækni hans og heimspeki,
eru kannski enn alls ófróðir um
níutíundu hluta þess, sem hann
ætlaði þeim að skilja; en eigi
að síður hygg ég, að flestir
þeirra hafi þegar drukkið í sig
eða jafnvel orðið fyrir áhrifum
af allmiklu af þjóðfélagsgagn-
rýni hans. Þeir taka hana með
sér í leikhúsið sem einskonar
aukaprógramm. Margt af því,
sem þeim finnst nú heilbrigð
skynsemi, var einu sinni ekki
talið annað en hluti af hin-
um „mótsagnakenndu loddara-
brögðum“ Shaws. (Og gagnrýn-
endur, sem ásaka hann um slíkt
nú, virðast vera skringilegar eft-
irlegukindur). Sumt af því lofti,
sem við öndum að okkur nú, er
Shaw-mengað, blandað fjalla-
lofti, sem einhvernveginn hefur
smogið í gegnum þokuna. Og
þar sem þetta fjallaloft á upp-
tök sín er ekkert smátt, ekkert
auðvirðilegt, engin hefnigirni
eða grimmd; þar ríkja hress-
andi vindar og heiðríkja and-
ríkis og vizku.
Formáli að sjálfsœvisögubroti.
Úr bókinni „Sixteen Self Sketches",
eftir G. Bernaril Shaw.
]|/|ENN eru alltaf að spyrja
mig, hversvegna ég skrifi
ekki ævisögu mína. Ég svara
því til, að ævisaga mín sé á
engan hátt athyglisverð. Ég hef
aldrei drepið neinn. Ekkert ó-
venjulegt hefur komið fyrir mig.
I fyrsta skipti sem ég lét spá-
konu lesa í lófa minn, vakti hún
undrun mína með því að segja
mér ævisögu mína, eða eins mik-
ið af henni og hún hafði tíma íil.