Úrval - 01.12.1950, Side 26
22
tTRVAL
Hver ég et\ og hvað ég hugsa.
IJr bókinni „Sixteen Self Sketches“,
eftir G. Bernard Shaw.
Þessi s'purningaþáttur birtist
í skammlífu tímariti, sem nefnd-
ist The Candid Friend, í tveim
köflum, þann 11. og 18. maí
1901.
Hvenœr funduð þér fyrst hjá
yður hvöt til að skrifa?
Ég hef aldrei fundið hvöt hjá
mér til að skrifa frekar en til
að anda. Það hvarflaði aldrei
að mér, að bókmenntaskynjun
mín væri óvenjuleg; ég tileink-
aði hana öllum; því að náttúr-
legir hæfileikar eru aldrei yfir-
náttúrlegir í augum þess sem
er gæddur þeim. I listum er það
áhugamaðurinn og safnarinn,
sem skortir hæfileikann til list-
sköpunar. Feneyjabúinn vill
vera riddaraliðsmaður; argent-
ínski kúrekinn vill vera sjómað-
ur; fiskurinn vill. geta flogið og
fuglinn synt. Mig hefur aldrei
langað til að skrifa. Nú veit ég
auðvitað, hve bókmenntahæfi-
leikinn er sjaldgæfur; samt
langar mig ekki til að skrifa.
Enginn getur þráð það sem hann
hefur.
I hvaða formi urðu fyrstu
bókmenntir yðar til?
Ég man óljóst eftir, að þeg-
ar ég var drengur, hnoðaði ég
saman smásögu og sendi hana
drengjablaði. Hún var um mann,
sem ræðst á annan mann, vopn-
aður byssu. Byssan var fyrir
mér aðalatriðið. Bréfaskriftir
mínar við Edward McNulty (og
enska konu, Elinor Huddart)
veittu einnig byrjandi löngun
minni til ritstarfa útrás. En
fyrstu raunverulegu verk piín
voru fimm skáldusögur, sem ég
skrifaði á árunum 1879 til 1883
og enginn vildi gefa út. Ég byrj-
aði á óguðlegu píslarleikriti og
var móðir aðalhetjunnar kven-
skass eitt mikið, en ég lauk aldr-
ei við það. Mér hafa, sem betur
fer, alla tíð verið mislagðar
hendur við hégóma. Allar til-
raunir mínar í þágu listarinnar
fyrir listina komu fyrir ekki: