Úrval - 01.12.1950, Síða 32
28
tJRVAL,
ar af heimilislausu fólki, þjóf-
um, vændiskonum og munaðar-
leysingjum.
Þessi auðnulausu börn lifa á
svartamarkaðsbraski, og þau
eru séðir kaupmenn, sem hafa
sambönd víða um landið. Þau
ferðast fram og aftur með járn-
brautarlestunum, borga aldrei
far og stela af farþegunum og
bera sig saman um verð og
markað við jafnaldra sína, sem
þau hitta á ferðum sínum.
Á daginn, þegar viðskiptin
eru treg, má sjá þau, tötraleg og
skítug, standa í smáhópum,
reykjandi. Þegar lögregluþjónn
nálgast, renna þau saman við
umhverfið, og ef þau nást og
eru sett á betrunarhæli ríkisins,
strjúka þau eins fljótt og þau
geta og taka upp fyrra líferni.
Pompom-stúlkurnar eru ann-
að ömurlegt fyrirbrigði í lífi
höfuðborgarinnar. Pompom er
mállýzka í Suðurjapan og þýðir
magi, og er orðið notað um
stúlkur, sem eiga samneyti við
erlenda hermenn til þess að ná
sér í mat, sígarettur og sætindi.
Þær eru ógæfuleg kventegund,
háværar, ruddalegar og ger-
sneyddar hinni japönsku kur-
teisi. Á daginn spígspora þær
um í ódýrum tízkukjólum úr
sölubúðum hernámsliðsins, há-
værar í tali og hlæjandi, næst-
um alltaf japlandi tuggugúmmi
og vekjandi réttláta reiði þurf-
andi samborgara í lestum og
strætisvögnum með því að
hampa feng sínum; og á kvöld-
in stunda þær hina leynilegu
iðju sína í skúmaskotum og
dimmum anddyrum, ofsóttar af
lögreglu landsins og hernáms-
liðsins, en öruggar um við-
skiptavini sína.
Lífið í Tokyo lýtur sömu lög-
málum og lífið í öðrum sigruð-
um eða hernumdum höfuðborg-
um. Þeir sem áður voru áhrifa-
menn eru nú snauðir og gleymd-
ir. Ráðin eru í höndum manna,
sem eru of auðvirðilegir eða
metorðagjarnir til þess að vilja
ekki eiga samneyti við og njóta
góðs af setuliðinu.
Hin gamla ráðastétt landsins
lifir á að selja það sem hún á
fémætt í fórum sínum, svo sem
ættargripi, dýrmætan borðbún-
að og fatnað; þetta fólk kallar
líf sitt ,,lauklíf“, því að í hvert
skipti sem það flettir sig 'flík
til að selja, fær það tár í augun.
Sjálfsmorð eru algeng meðal
þess, en við ókunnuga talar það
um breytinguna í lífi sínu með
spaugsyrði á vörum.