Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 33
TOKYO Á MÖTUM AUSTURS OG VESTURS
29
Auður og völd hafa flutzt á
hendur manna, sem nefnast ,,ný-
yen“ (nýríkir), manna, sem
hafa flotið upp á yfirborðið í
því efnahagsöngþveiti, sem kom
í kjölfar ósigursins, og sem nú
stjórna hinum víðtæka svarta
markaði. Yfir bókamarkaðinn
flæða æsandi saurrit og klám-
bókmenntir, en alvarleg, póli-
tísk tímarit sem hrekjast öfg-
anna á milli skjóta öðru hverju
upp skammlífum kollinum.
Brýnasta vandamál alls f jöld-
ans er þó að afla sér nægilegr-
ar fæðu til að halda við líftór-
unni. Konurnar fara reglulega
út um sveitirnar kringum borg-
ina til að kaupa leynilega af
bændunum, sem eins og annars-
staðar gera sér eymd borgarbúa
að féþúfu. Þessi ferðalög eru
áhættusöm, því að á heimleið-
inni eiga þær á hættu, að lög-
reglan í járnbrautarlestunum
geri upptækan feng þeirra.
Veitingahúsin eru full af
dansóðu æskufólki, og blöðin
full af greinum og bréfum, sem
fordæma það. Spákerlingar,
skottulæknar og fjárglæfra-
menn af öllu tagi dafna líkt og
fiflar í túni, eins og alltaf á
tímum eymdar og ringulreiðar.
En þrátt fyrir allt þetta er
borgin á ytra borðinu róleg og
daufgerð. Helzt virðist sem þar
búi miljónir smáborgara (af
lægri hlutamiðstéttar),semekki
hafa aðra hugsuní kollinum en að
komast í búð sína eða skrifstofu
á tilsettum tíma. Aldrei sjást
þar á götum úti atvik, sem tíð
eru í borgum þar sem skortur
ríkir: skyndileg uppþot eða æs-
ingur. Húsmæður Tokyo ryðjast
aldrei til að komast í búðir, og
enginn heyrist mögla þó að
hann þurfi að bíða í klukkutíma
til að komast upp í strætisvagn.
Hegðun fólksins er óaðfinnan-
leg, nema þar sem það hefur
komizt í of nána snertingu við
hernámsliðið; örvæntingin í
þessari undarlegu, ómennsku
borg felur sig á bak við kurteis-
legt bros og fliss.
Fólkið sér alltaf fyrir aug-
um sér annan og útlendan
heim, þar sem gnægð er af öllu.
íbúar þessa framandi heims
klæðast fallegum, sterkum
skóm og nýjum fötum. Þeir
neyta gnægðar góðs matar, og
fleygja næstum eins miklu.
Beztu byggingarnar, hótelin,
íbúðarhúsin og leikhúsin hafa
þeir lagt undir sig: hinir réttu
eigendur mega ekki koma þar
inn fyrir nema þeim sé boðið.