Úrval - 01.12.1950, Page 37
ÆVI OG ÁSTIR CASANOVA
33
var 23 ára. Hann var á ferða-
lagi „vegna heilsu sinnar“ —
þurfti að fá á milli sín og varða
laganna á tilteknum stað, nokk-
ur heilsusamleg landamæri. I
Cesena vaknaði hann einn morg-
un við hávaða fyrir utan dyr
sínar. Við athugun kom í Ijós,
að hávaðinn stafaði frá bog-
mönnum biskupsins, sem höfðu
komið til að handtaka einn gest-
inn í gistihúsinu, aldraðan, ung-
verskan liðsforingja, fyrir þá
sök, að hann væri á ferðalagi
með kvenmanni, sem ekki væri
eiginkona hans. Liðsforinginn
sat uppi í rúmi sínu í náttskyrt-
unni með brugðið sverð í hendi;
hann fullyrti, að ferðafélagi
sinn væri klæddur í einkennis-
búning karlmanns, og að hann
hefði aldrei rannsakað, hvað
leyndist undir einkennisbún-
ingnum. Jafnframt hét hann
að drepa þann bogamann, sem
fyrstur reyndi að rannsaka það.
En Casanova hafði komið
auga á „yndislega ferskt, bros-
andi andlit og óstýriláta lokka
undir karlmanns nátthúfu"
gægjast undan sænginni hinum
megin. Hann blandaði sér því í
deiluna, og með mútum og hót-
unum tókst honum að koma bog-
mönnunum burtu. Því næst bauð
hann sér til morgunverðar með
rekkjunautunum, og komst þá
að því, að hinn dularfulli ferða-
félagi liðsforingjans var dáfög-
ur, frönsk yngismey innan við
tvítug, gædd náttúrlegum ynd-
isþokka, sem hinn blái einkennis-
búningur hennar gat ekki dulið.
Þegar hann uppgötvaði jafn-
framt, að liðsforinginn var yfir
sextugt og að hann og stúlkan
gátu ekki talað saman, því að
hvorugt kunni mál hins, þótti
honum einsýnt, að hann yrði að
láta málið til sín taka. Er hann
heyrði, að þau væru á leið til
Purma, bað hann þau að veita
sér þann heiður að þiggja sæti
í vagni sínum, hann væri einmitt
á leið til Purma. Raunverulega
var hann á leið til Napoli, og
hann hafði engan vagn, en þeg-
ar þau þekktust boð hans, bað
hann þau að hafa sig afsakað-
an andartak, fór út, keypti sér
vagn og réð ekil.
Þau áttu saman skemmtilegt
ferðalag í nokkra daga. Með því
að allar stundir í návist ungfrú-
arinnar voru unaðslegar, not-
færði hann sér fyrstu fjarveru
liðsforingjans til þess að tjá
henni tilfinningar sínar, ótvírætt
og ákaft. Ungfrúnni virtist
meira skemmt en að hún væri