Úrval - 01.12.1950, Side 41
ÆVI OG ÁSTIR CASANOVA
37
þeirra var hún sannfærð um að
Casanova væri gæddur yfirnátt-
úrlegum hæfileikum, og þegar
þess er gætt, að hún var kom-
in yfir sjötugt, voru kynni
þeirra vissulega ekki fjarri
því að staðfesta þá skoðun. Áð-
ur en ættingjar hennar fengu
að gert, hafði Casanova létt
pyngju hennar um meira en mil-
jón franka, en afsökun hans er
sú, að hún hafði efni á því, og
að ef hann hefði ekki gert það,
mundi einhver leiðinlegri þorp-
ari hafa gert það.
Með tilstyrk peninganna, sem
hann aflaði sér með þessu og
öðru móti, helgaði hann sig ævi-
starfi sínu: að elska konur. Það
var hið sanna ævistarf hans,
þrekvirki hans, tilgangur lífs
hans, dýrð, réttlæting og eina
takmark. Til þessa starfs, sem
ef til vill er allra starfa örðug-
ast, var hann búinn frábærum
kostum. Hann var víkingur að
líkamlegu atgervi, full sex fet
á hæð, með hvelft brjóst, vöðva-
stæltur og mittisgrannur, en þó
fagurlimaður. Heilsa hans var
ótrúlega sterk. Hann lifði af
stórubólu, blóðsótt, lungnabólgu,
þrettán einvígi, ellefu kynsjúk-
dómasýkingar og hótelmataræði
í fjörutíu ár. Hann varð fyrir
skotum, sverðshöggum og rýt-
ingsstungum. Tvisvar sinnum
varð hann undir hesti sínum
og sex sinnum lenti hann í vagn-
slysum. Hann skar sig oft og
skrámaði á gleri, þegar hann
þurfti að forða sér út um glugga.
Hann bjargaðist nauðulega frá
drukknun. Honum var byrlað
eitur og oft varð hann að þola
sult. Samt lifði hann að skrifa
á efri árum endurminningar sín-
ar í tólf þykkum bindum.
Og hann var jafnfrábær að
andiegu sem líkamlegu atgjörvi;
hann var afburða málamaður,
stærðfræðingur, sagnfræðingur,
skáld, efnafræðingur, heimspek-
ingur og guðfræðingur. Hann
var sannur lærdómsmaður og
unni fróðleik og þekkingu fram-
ar öllu, ef frá eru taldar konur.
Hann var efagjarn, andríkur,
djarfmæltur og fullur sjálfs-
trausts. Hann var mikill leikari,
hafði djúpa, hljómmikla rödd og
var einhver áhrifamesti ræðu-
maður og samræðusnillingur
síns tíma.
Við þetta bættust ýmsar
minniháttar íþróttir: hann var
frábær dansmaður; hann lék á
fiðlu, nógu vel til þess að afla
sér lífsviðurværis með fiðluleik,
þegar við þurfti. Hann var fim-