Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 45
Morfín hefur valdið og veldur enn
heimilisböli, sem er þyngra
en tali tekur.
Um ofnautn morfíns.
Grein úr „Vor viden“,
eftir dr. med. Georg C. Brun.
T> ARÁTTAN við líkamlegar
þjáningar hefur alla tíð ver-
ið eitt þýðingamesta verkefni
læknanna, og svo er morfíninu
fyrir að þakka, að unnt er að
upphefja eða að minnsta kosti
deyfa verulega sem næst allan
sársauka. Éinkum eru áhrifin
eftirtektarverð, þegar morfíninu
er dælt í æð, þá hverfa verkirn-
ir allajafna á fáeinum sekúnd-
um.
Ekki er fyllilega ljóst, hver
er orsök þess, að morfín hefur
slík áhrif. Menn eru vanir að
segja, að það lami þann hluta
heilans, sem er miðstöð sárs-
aukaskynjunarinnar. Miðstöðv-
ar annarra skynjana verða ekki
fyrir áhrifum af venjulegum
morfínskammti; sjón, heyrn og
snertiskynjun eru jafnnæmar og
áður. Það er aðeins sársauka-
þröskuldurmn, ef svo mætti
segja, sem hefur hækkað; það
þarf meiri áhrif en ella til þess
að sjúklingurinn finni til.
En morfín hefur einnig önn-
ur áhrif, sem stuðla mjög að því
að deyfa sársaukaskynjunina:
óró, ótti og örvænting, sem eru
dyggir fylgifiskar mikilla líkam-
legra þjánmga, þoka fyrir sér-
kennilegri hugarró, vellíðan og
góðu skapi, og hjá sumum ó-
venjulegu hugarflugi. Þægileg-
ar hugmyndir vakna ein á fæt-
ur annarri, og sjúklingnum
finnst hann muni geta yfirstigið
alla erfiðleika. Sjúkdómurinn og
þær byrgðar, sem hann hefur
lagt á herðar honum, virðast
heyra fortíðinni til.
Það er naumast nokkur vafi
á því, að þetta ríka hugarflug
stuðlar mjög að því að bægja
burt þjáningum, sem með þessu
móti er stjakað burt úr vitund-
inni, ef svo mætti segja.
Reynsla skurðlækna í styrj-
o