Úrval - 01.12.1950, Side 47
UM OFNAUTN MORFlNS
43
sér morfín nema með því að
fá Iækni til að gefa sér lyfseðil,
nota þeir oft allan tíma sinn
og allt fé sitt til að ná í þetta
ómissandi örvunarlyf.
Útdráttur úr bréfi frá hjón-
um, sem voru morfínistar, til
þjáningarbróðurs, sem þau von-
ast til að geta fengið frá mor-
fín til þess að lina þjáningar
sínar, talar skýru máli um þær
andlegu og líkamlegu þjáningar,
sem ásækja morfínistann þegar
áhrífin af síðasta morfín-
skammtinum hafa fjarað út:
,,Geturðu ekki sent okkur dá-
lítið efni, sem þú getur án ver-
ið, þú getur sent það gegn póst-
kröfu, en umfram allt eins mik-
ið og þú getur, og svo aftur
þegar þú hefur eitthvað; þetta
er þriðji dagurinn sem við höf-
um ekkert haft, svo þú getur
ímyndað þér hvað við erum veik.
Það er hræðilegt ástand. Ég
vona að þú getir lesið þetta, því
þú mátt trúa því að ég er veik-
ur og skjálfhentur . . . En þú
mátt til með að hjálpa okkur
núna eins fljótt og þú getur,
þú mátt ekki neita okkur um
það, við erum svo veik, að í
dag vildi ég gefa allt, sem ég
á bara fyrir eina sprautu."
Flestir læknar hafa komizt í
kynni við morfínista og misjafn-
lega kænlegar tilraunir þeirra
til að afla sér morfíns. Algengt
kænskubragð morfínistans er að
skýra lækninum frá því, að hann
sé á ferðalagi, og hafi verið svo
óheppinn að brjóta glasið með
morfindropunum, sem heimilis-
læknirinn sinn hafi gefið sér við
tíðum gall- eða nýrnasteinsköst-
um. Flestir læknar munu sjá í
gegnum þetta, og morfínistarn-
ir verða því að sýna miklu meiri
kænsku, ef þeir ætla að fá út
úr lækni, sem þeir þekkja ekki,
lyfseðil fyrir morfíni.
Eftirfarandi dæmi sýnir vel,
hve kænlega er farið að stund-
um: Ung kona hringdi seint um
kvöld dyrabjöllu hjá lækni í litl-
um járnbrautarbæ. Hún sagðist
vera hjúkrunarkona í fylgd með
aldraðri prestskonu, sem væri
veik, og væru þær nýkomnar til
bæjarins til að heimsækja skyld-
fólk prestskonunnar. Nú hefði
viljað svo illa til, að gamla kon-
an, sem væri bæði með sykur-
sýki og nýrnasteina, hefði feng-
ið slæmt kvalakast og þyrfti
nauðsynlega að fá morfín;
hvort læknirinn vildi ekki skrifa
lyfseðil fyrir svolitlu morfíni, og
einnig svolitlu insúlíni, því að
hún ætti lítið eftir af því? Jafn-