Úrval - 01.12.1950, Page 51
UM OFNAUTN MORFlNS
47
Hér að framan hefur verið
lögð áherzla á, að vanlíðanin eða
,,timburmennirnir“, sem koma í
kjölfar ofnautnar morfíns sé
meginástæðan til þess að mor-
fínistinn á svo erfitt með að
venja sig af morfíninu. En við
hrösun margra, jafnvel eftir vel-
heppnaða spítalavist og lækn-
ingu, koma „timburmennirnir“
ekki til greina sem orsök, því
að þeir eru fyrir löngu horfnir.
Hér er aðeins um að ræða end-
urminninguna um sæluvímu
morfínsins, sem á stund veik-
leikans yfirbugar þann, sem einu
sinni hefur verið fjötraður í
töfrahring þess.
Ofnautn morfíns er hræðileg
ógæfa, ekki aðeins fyrir morfín-
istann sjálfan, heldur einnig
fyrir vandamenn hans, og þá
fyrst og fremst eiginkonu og
börn. Morfín hefur oft valdið
og veldur enn heimiiisböli, sem
er þyngra en tali tekur.
cv: ^ cc
Erfitt hljóðfæri.
Fiðlari í litlu sveitaþorpi ákvað að leita sér frama í höfuð-
borginni og' sótti um inngöngu í nýja hljómsveit, sem átti að
stofna þar.
„Hafið þér nokkra reynslu?" spurði stjórnandinn.
„Það held ég nú!“ svaraði fiðlarinn. ,,Ég hef spilað á fiðiu
í tuttugu ár. Ég get spilað hvaða lag sem er.“
„Kunnið þér að spila á knéfiðlu?" spurði hljómsveitarstjórinn.
Bersýnilegt var, að fiðlarinn hafði aldrei heyrt það hljóðfæri
nemt, en hann lét það ekki á sig fá.
„Það held ég nú!“ svaraði hann. „Ég get spilað á hvaða fiðlu
sem er.“
„Ágætt,“ sagði hljómsveitarstjórinn og benti á knéfiðiu, sem
stóð upp við vegg. „Lofið mér að heyra yður spila á þessa.“
Fiðlarinn virti risafiðluna fyrir sér með lotningu. Svo rétti
hann úr sér og sagði:
„Ég skal spila á fiðluskrattann, ef einhver vill hjálpa mér
að koma henni fyrir undir hökunni."
-— Wall Street Journal.